Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfundLeita

Vigfús Bjarni Albertsson

Trú og meðferð III

Í umræðunni sem hefur verið undanfarið um tengsl trúar og meðferðar hefur stundum verið spurt hvernig trúin nýtist? Áhugavert er að skoða hugtakið sjálfsmynd í þessu samhengi.
Sjálfshugmyndir eru meðvitaðar og ómeðvitaðar hugmyndir sem fólk notar um sjálft sig. Þetta geta verið margar hugmyndir eða fáar, flóknar eða einfaldar. Þessar sjálfshugmyndir hafa áhrif á hegðun okkar og hvernig við spáum fyrir um hegðun okkar. Hægt er að fullyrða að sjálfshugmyndir eru að breytast frá vöggu til grafar.

Áhugavert er að skoða mikilvægi sjálfsmyndar fyrir andlega heilsu hjá sálfræðing eins og Carl Rogers. Hann lagði afar mikla áherslu á skilyrðislausa ást sem mikilvæga fyrir þroska barnsins, það væru uppvaxtarskilyrði sem fengu það til að finnast það elskað og þá um leið einhvers virði. Lagði Rogers upp úr uppeldisskilyrðum þar sem sagt er “mér líkar ekki við það sem þú ert að gera andstætt því að segja mér líkar ekki við þig. Það sem hann var að segja var að mikilvægt væri að einstaklingur gæti upplifað samræmi milli eigin reynslu og sjálfsmyndar. Verði gjá þarna á milli, reynslunnar og sjálfmyndarinnar verður til kvíði samkvæmt Carl Rogers.

Hægt er að setja upp sjálfsmynd þess sem hefur þolað ofbeldi í æsku á eftirfarandi hátt og koma þá vel fram tengslin milli sjálfsskilning og tilgangs. Ekki skyldi alhæfa en afleiðingarnar verða alvarlegri eftir því sem gerendur eru tengdari fórnarlömbunum, tíðni og hve lengi ofbeldið stendur yfir. Það sem er ekki síst alvarlegt er að það getur verið erfitt að tengjast góðum Guð með eftirfarandi í veganesti.

Hvernig er ég        Hvernig eru aðrir               Framtíðin

Ég er öðruvísi       Öðrum er ekki treystandi     Vonlaus

Ég er vond/ur       Aðrir eru hafnandi

Ég er einskis virði

Ég get kennt mér um

Kristin kirkja getur varað við hættunum í nútímanum en það sem er mikilvægt er að hún getur líkað hjálpað til við að líkna sár. Trúin minnir á að dýrmæti persónunnar óháð ytri mælikvörðum manna. Trúin getur hjálpað til að stuðla að því að það verði samræmi milli sjálfsmyndar fólks og reynslu þess og er ég þá að vitna í Carl Rogers sem var nefndur í upphafi greinar. Trúin á að kenna að þú sért dýrmæt og elskuð sköpun Guðs, reynsla þín í kirkjunni á að vera þér sé mætt sem dýrmætri sköpun Guðs. Með því skapast Samræmi milli reynslu og sjálfsmyndar. Kristin trú felur slíka einingu í sér sem kemur kemur skýrt fram í altarissakramentum kirkjunnar.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3199.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar