Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Guðrún Kr. Þórsdóttir

Ferðalag fyrirgefningarinnar

Ung kona er stödd í brúðkaupi vinkonu sinnar frá því í gamla daga.  Hún stendur út af fyrir sig og fylgist með brúðkaupsgestunum.  Hún spyr sjálfa sig í huganum, hvernig ætli hann líti út, faðir vinukonu minnar, ætli að honum hafi verið boðið í brúðkaup dóttur sinnar?

Á sínum tíma hafði brúðurinn trúað vinkonu sinni fyrir því að faðir hennar væri drykkjumaður og hefði beitt hana og móður hennar miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi og hún vildi ekkert með hann hafa og helst ekki viljað vita neitt af honum.

Allt í einu sér hún brúðina ganga út úr gestahópnum og í áttina að eldri manni.  Þau réttu fram hendurnar til hvors annars og ástúðin og kærleikurinn skín  á milli þeirra og henni finnst þetta undurfögur sjón, en er samt undrandi í hjarta sínu.

Seinna um kvöldið segir brúðurinn við gömlu vinkonu sína, með ást og umhyggju í augunum:  “Ég elska föður minn.  Jafnvel þó hann hafi sært mig og móður mína í gamla daga.  Ég get ekki breytt gærdeginum en fyrir hjálp og náð Guðs get ég fyrirgefið föður mínum.”

Það breytir ekki gærdeginum að bæta fyrir brot sín en það gæti samt hjálpað einhverjum til að fyrirgefa og að elska á ný.

Með grundvallarreglur Biblíunnar og visku Tólf sporanna að leiðar ljósi, getur Andlegt ferðalag orðið vegvísir og ferðalag til fyrirgefningar.

Hið andlega ferðalag Tólf sporanna leiðir einstakling inn í þær aðstæður að honum gefst tækifæri til að læra að fyrirgefa sjálfri sér og öðrum.  Vakning verður innra með honum þannig að það verður sáttargjörð og fyrirgefningin kemur beint frá hjartanu og er æðrulaus og hrein.

Ferðalagið

Ferðalag fyrirgefningarinnar í gegnum Tólf sporin hefst á að vinna með og stöðva þá framkomu sem særir manneskjuna og hún lærir að viðurkenna þjáninguna sem býr innra með henni.  Það er erfitt að bera sársaukann einn því er mikilvægt að deila honum með öðrum.  Traust og samhyggð eru mikilvægir þættir til að einstaklingur geti orðað tilfinningar sínar og hugsanir og geti séð sinn innri sársauka í víðara samhengi og í reynslu annarra.

Að ræða líðan sína er mikilvægt í sporavinnunni því þannig vinnst mikilvægt skref í átt að sátt og friði, þannig að sáttargjörð geti orðið.   Að viðurkenna reiðina í sársaukanum er hluti af bataferlinu, því reiði sem einstaklingur hefur stjórn á ver lífsviðhorf hans og það er líka hægt að nýta reiðina til að ryðja burt hindrunum sem standa í vegi fyrir eðlilegum samskiptum.

Fyrirgefning er langt ferðalag, nokkurs konar innri pílagrímsganga og Tólf sporin, Andlegt ferðalag kenna fólki á varfærinn hátt að treysta Guði sem sínum æðra mætti.

Samtökin Vinir í Bata er hópur fólks sem hefur unnið sig í gegnum Tólf sporin eins og þau eru unnin í kirkjum landsins.  Vinir í bata hafa heimasíðu  www.viniribata.is þar má finna ýmsar upplýsingar um starfið og hvar það er unnið og hvenær.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3476.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar