Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfundLeita

Gunnar Jóhannesson

Trú og vísindi

Viðbrögð við málflutningi prófessors Richard Dawkins

Inngangur

Fyrir skemmstu var haldin ráðstefna hér á landi undir heitinu Trúleysi á Íslandi. Að ráðstefnunni stóðu Samfélag trúlausra (SAMT) og Atheist Alliance International (AAI) ásamt skyldum íslenskum félagasamtökum um efahyggju og trúleysi. Á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var Richard Dawkins, prófessor í líffræði við Oxford-háskóla í Bretlandi, en hann hefur verið framarlega í flokki þeirra sem á grundvelli vísindahyggju og efahyggju tala mjög harðlega gegn trú og trúarbrögðum.

Það sem knýr mig til þessara greinaskrifa er sá málflutningur sem Richard Dawkins viðhafði í viðtali í Kastljósinu 25. júní síðastliðinn. Í máli sínu lýsti Dawkins afar neikvæðri skoðun sinni á trú og trúarbrögðum og trúuðu fólki almennt. Í reynd verð ég að segja að Dawkins hafi farið offari í málflutningi sínum, talað með fordómafullum og meiðandi hætti og gengið afar langt í fullyrðingum sem hann ýmist rökstuddi ekki eða byggði á röngum forsendum að mínu mati. Sem trúaður maður og sem prestur á ég afar erfitt með að láta mál hans framhjá mér fara athugasemdalaust. Það er í þágu sanngjarnrar og heiðarlegrar umræðu að ég sé mig knúinn til þess að bregðast við máli hans í eftirfarandi orðum því hér er sannarlega þörf á opinskárri umræðu. Í því ljósi reyni ég að halda máli mínu innan skynsamlegra marka. Umræðan um trú og vísindi er alls ekki ný af nálinni og hefur staðið lengi í einni eða annarri mynd. Sem fyrr er það kirkjunni og trúuðu fólki nauðsynlegt að skorast ekki undan heldur standa vörð um sannfæringu sína og taka þátt í þessu samtali.

Í stuttu máli kom fram í áðurnefndu viðtali sú skoðun Dawkins að það sé illskiljanlegt að trú skuli vera til umræðu meira eða minna og eiga jafn sterk ítök í fólki á öld sem ætti að vera öld skynsemi og framfara í vísindum; það sé ótrúlegt að eðli manns og heims skuli enn skoðað í ljósi trúarlegra hefða eins og þær birtast til dæmis í sköpunarfrásögum Biblíunnar þar sem vísindin hafi í reynd kollvarpað slíkum bábiljum fyrir löngu. Að mati Dawkins er trú í reynd hættulegt fyrirbæri sem byggist á fáfræði og skorti á sjálfstæðri hugsun; ali á fjandskap milli fólks og hópa sem séu andstæðrar trúar; laði fram hið versta í fari mannsins og leiði af sér sundrungu, ófrið og styrjaldir; það megi jafnvel spyrja sig hvort trúin sé „rót alls hins illa“.
Í því sem fer hér á eftir vil ég reyna að bregðast við þessum fullyrðingum í ljósi þess hvernig Dawkins setur þær fram. Ef vel ætti að vera yrði það langt mál að fjalla um öll þau atriði sem Dawkins tæpir á og þótt ég komi víðar við þá vil ég einkum staðnæmast við hugtakið „trú“ í máli Dawkins og þann biblíuskilning sem lýsir sér í máli hans.

Hin hræðilega trú

Dawkins er eindreginn rökhyggju- og vísindahyggjumaður og því á fyrirbærið „trú“ (e. faith) engan veginn rétt á sér í hans huga. Í þessum efnum verður að gera greinarmun á trú og trúarbrögðum (e. religion), sem Dawkins virðist ekki gera með greinilegum hætti. Þegar um trú er að ræða er átt við hina innri trúartilfinningu eða trúarsannfæringu sem beinist að því sem trúað er á. Trúarbrögð eru hins vegar hin ytri umgjörð sem trúnni er sett á meðal hinna trúuðu og birtist meðal annars í helgisiðum og trúarlegri iðkun.

Í áðurnefndu viðtali skilgreinir Dawkins trú á eigin máli sem „process of non-thinking“. Ég skil hann þannig að trúarleg hugsun sé með öðrum orðum hugsunarleysi í besta falli en í versta falli hugsanavilla, þ.e. hugsunarferli sem byggist á fáfræði og/eða staðleysum. Dawkins segir að hann kenni í brjósti um það fólk sem svo sé ástatt um. Það sem gerir trú að slíku hugsanaleysi er sú staðreynd að hana er ekki unnt að réttlæta og á Dawkins þá við að trúna sé ekki hægt að réttlæta á rökrænan hátt.

Að þessu leyti tel ég Dawkins misskilja gróflega grundvallareðli þess „að trúa“ og að mínu mati ber sá misskilningur vitni um að hann skortir í reynd þá heimspekilegu þekkingu sem þarf til þess að ræða um trú með öðrum hætti en hann gerir.

Það sem Dawkins virðist ekki átta sig á, eða kýs að minnsta kosti að líta framhjá, er að trú á ekki heima á hinu rökræna sviði mannlegrar hugsunar. Trú er ekki hægt að rökstyðja með vísindalegum hætti. Ef það væri hægt að skjóta rökrænni kjölfestu undir trú þá er ekki lengur um trú að ræða heldur sannanlegar staðreyndir. En eðli þess „að trúa“ leyfir einfaldlega ekki slíkt. Það finnur engin trú eftir rökrænum leiðum. Ég mundi aldrei geta sannfært Dawkins á rökrænan hátt um upprisu Jesú Krists frá dauðum einfaldlega vegna þess að þar er um trúaratriði að ræða, veruleika sem eingöngu er hægt að nálgast í gegnum trú. Páll postuli segir réttilega að prédikunin um Krist krossfestan og upprisinn sé slíkum mönnum hneyksli og heimska (1Kor 1. 23). Ég neita því ekki en bendi á að þeir þurfa að átta sig á eðli þess „að trúa“.

Og hvað er þá trú? Það hefur verið sagt að trú sé það sem þú lætur þig varða með ýtrustum hætti, það sem hefur dýpst áhrif á þig og ákvarðar hvernig þú hugsar og breytir í lífinu. Innan trúarbragðafræða hafa komið fram ófáar skilgreiningar á „trú“. En segja má að í innsta eðli sínu sé trú hið sama og að treysta; að trúa er að leggja traust sitt á eitthvað. Dawkins er ekki trúlaus að mínu viti. Hann trúir á skynsemina og vísindin og burði þeirra til að ljúka upp leyndardómum heimsins og mannsins og hann skilgreinir heiminn og sjálfan sig í ljósi þeirrar trúar.

Þótt hér sé tæpt á miklu í stuttu máli þá má segja að í kristnu samhengi sé trú það að leggja traust sitt á boðskap Jesú Krists eins og hann kemur fram í orðum hans og verkum og reyna að raungera hann í eigin lífi eins og manni er framast unnt. Að trúa er því ekki fólgið í því að skilja eða vita eitthvað merkilegt og mikið, ekki heldur í því að vera eitthvað merkilegur heldur einfaldlega í því að treysta. Hver sá sem ætlar sér að reyna að skilja Jesú Krist í krafti eigin skynsemi og rökhyggju mun aldrei kynnast honum. Nefna má upprisuna aftur – og önnur trúaratriði almennt – því hún kemur upp um hvern þann sem ætlar sér að nálgast Jesú Krist – og trú almennt – á vitsmunalegan hátt. Ágústínus kirkjufaðir (354–430) sagði eitt sinn: „Skilningur er laun trúarinnar. Reyndu því ekki að skilja til þess að geta trúað, heldur trúðu til þess að skilja.“ Það eru orð að sönnu. Trú er með öðrum orðum sannfæring um það sem þú færð ekki séð en laun trúarinnar er að sjá það sem þú ert sannfærður um (sbr. Heb 11.1). Þó að trúarbrögð feli í sér tiltekna þekkingu á átrúnaðinum þá finnur trú sem slík sér ekki leið í gegnum huga mannsins heldur hjarta hans, þ.e. í gegnum tilfinningar og innri skynjun. Og í þessu samhengi er einnig vert að geta um hina hlið þessa máls en hún er sú að efinn er einmitt uppspretta trúarinnar. Efinn hefur á öllum tímum nært trúna því ef við þyrftum ekki að efast um neitt þá þyrftum við einskis að leita og engra svara væri þörf og þá hefðum við enga ástæðu til þess að trúa nokkru.

Að þessu leyti hafna ég algerlega þeim skilningi sem Dawkins leggur í „trú“ og það „að trúa“ og þeim málflutningi sem af honum leiðir. Dawkins skoðar trúna eingöngu í ljósi öfgakenndra birtingarmynda hennar í nútímanum og alhæfir út frá því. Ég tel skilning hans á trú alrangan og í besta falli byggðan á misskilningi eða vanþekkingu og í versta falli fordómafullu skilningsleysi.

Öld skynseminnar

Dawkins telur að 21. öldin eigi að vera öld skynseminnar og því sé ekkert pláss fyrir niðurrifsafl á borð við trú. Það var einnig sagt að 20. öldin yrði hin glæsta öld framfara, skynsemi og göfgunar mannsins vegna þróunar vísindanna. En það fór nú á annan veg.

Vissulega hafa vísindin fært stórum hluta mannkyns, þó engan veginn öllum, miklar umbætur, en þau hafa líka fært mannkyninu öllu margvísleg ný drápstæki og ollið miklum náttúruspjöllum eins og síðar verður vikið að. Hvað gera vísindin á 21. öldinni? Munu þau bæta fyrir mistökin á 20. öld eða munu þau gera skilyrði mannkynsins til lífs endanlega að engu? Vísindahyggja Dawkins getur ekki svarað þessum spurningum. Svörin fást í siðferðivitund manna á meðal, jafnt trúarlegri sem veraldlegri, og í flóknu samspili stjórnmála, vísinda og trúarbragða.
Dawkins spyr sig að því hvernig standi á því að hindurvitna á borð við frásagnir Biblíunnar um sköpun og tilurð heimsins sjái enn stað í hugsun fólks; slíkt geri lítið úr glæstum veruleika heimsins eins og vísindin lýsa honum og það sé með öllu óþolandi og óskiljanlegt.

Hvað með sköpunarfrásagnir Biblíunnar? Vissulega neita ég ekki þeirri staðreynd að ýmsir túlka orð Biblíunnar bókstaflega og þar á meðal sköpunarfrásagnir hennar og ég mæli því síst bót að gengið sé um Biblíuna með þeim hætti. Í þessum efnum alhæfir Dawkins hins vegar enn og aftur að mínu mati í ljósi bókstafstrúarhyggju sem gjarnan kemur fram með öfgakenndum hætti og nær aðeins í Norður-Ameríku. Slíkur málflutningur ber vitni um mjög þröngan skilning á trúarlífi fólks og á Biblíunni af hálfu Dawkins. Hann velur aðeins það úr trúarlífi fólks sem fellur vel að hugmyndum hans um trú og því næst deilir hann mjög hart á útvalinn „sannleika“ sinn um trúna.

Það sem kemur hins vegar ekki fram í máli Dawkins er að innan kristinnar trúarhefðar og guðfræði eru ríkjandi stefnur og straumar og ólíkar túlkanir og ólíkur skilningur á Biblíunni og þar á meðal sköpunarfrásögunum. Ég veit til dæmis ekki um neinn þjóðkirkjuprest sem mundi í einhverri alvöru halda fram bókstafskenndum skilningi á sköpunarfrásögunum og þeirri mynd sem þar er dregin upp af tilurð heimsins. Innan evangelískrar-lútherskrar trúarhefðar er ekki litið framhjá því að Biblían er mannanna verk og sprottin úr tilteknu sögulegu og menningarlegu samhengi. Hún er skrifuð á tímabili sem spannar árþúsund og ber vitni um heimsmynd, siði og menningu sem ekki er hægt að fallast á í dag. Að þessu leyti krefst biblíulestur tiltekinnar þekkingar og boðskap biblíunnar þarf að túlka á hverjum tíma. Hitt er annað mál að Biblían ber vitni um trú og reynslu raunverulegs fólks á sögulegum stað og tíma. Þannig er túlkunin fólgin í því að fanga þann tímalausa, trúarlega boðskap á bak við annars sögulega skilyrtan umbúnað. Það þarf því ekki röklegt vit til þess að nálgast boðskap og sannindi Biblíunnar heldur trú. Enginn er betur til þess fallinn að ljúka upp fyrir manni dyrum Biblíunnar en Jesús Kristur. Það er þá sem Biblían verður raunverulega lifandi þegar innihald hennar er skoðað og túlkað í ljósi kærleiksboðskapar Jesú Krists, sem raunar Dawkins sjálfur segist hafa mætur á.

Án þess að fara lengra út í þessa sálma vil ég segja í þessu samhengi að sköpunarfrásagnir Biblíunnar eru ekki náttúruvísindi eins og Dawkins heldur staðfastlega fram að þær séu heldur ljóðræn framsetning á trú fólks og reynslu þess í heimi sem það reynir að skilja og staðsetja sig í. Þær frásagnir eru vissulega bundnar tiltekinni heimsmynd og sögulegu samhengi. En þær ber að mínu viti að nálgast fyrst og síðast sem trúarjátningu sem tjáir að lífsanda heimsins er að finna í og hjá algóðum Guði sem skapaði heiminn og manninn í kærleika sínum til samfélags við sig. Sköpunarfrásagnirnar geyma með öðrum orðum ekki uppskrift að sköpunarferlinu né segja þær til um það hvernig Guð skapaði heiminn heldur einfaldlega að hann skapaði heiminn og að við trúum því að upphafið sé hjá Guði; að það sé æðri máttur á bak við það sem er. Það eru þau sannindi og sá boðskapur sem sköpunarfrásögur Biblíunnar flytja og þau rúma öll þau vísindalegu sannindi um heima og geima sem fólk gengur að vísum í nútímanum, hvort sem við fjöllum um þróunarkenningu Darwins eða hugmyndir þess fræga eðlisfræðings Stephen Hawkins um að tíminn sé aðeins mannleg ímyndun. Því er það að kenningar vísindanna valda mér, í senn trúuðum manni og skynsemishyggjumanni, engri togstreitu.

Rót alls hins illa?

Í vægðarlausri og furðanlega illa ígrundaðri árás sinni á trú og trúarbrögð í Kastljósinu heldur Dawkins því fram, eins og fleiri hafa gert á undan honum, að trúarbrögðum sé um að kenna ófremdarverk og helstu stríð í heiminum og hörmungar af þeirra völdum, einkum í Evrópu. Þetta leiðir væntanlega af því að í eðli sínu reka trú og trúarbrögð, að mati Dawkins, flein á milli þess fólks og samfélaga sem játa ólíka trú og það ali á fjandskap og leiði af sér ófrið og hörmungar.

Það er beinlínis röng fullyrðing hjá Dawkins að segja að trúarbrögðum sé nánast að öllu leyti um að kenna evrópsk stríð og þótt víðar væri leitað. Sannleikurinn er að aðeins örfá stríð má á einhvern hátt rekja til trúarbragða og flest þau verstu hafa ekkert með trú að gera, enda fleira fólgið í sögu og samfélagi mannsins en trú og trúarbrögð ein og fleiri hvatar til athafna. Auðvitað má finna stríðsátök þar sem andstæðar trúarhugmyndir eru snar þáttur í átökunum eins og á Norður-Írlandi og í löndum fyrrverandi Júgóslavíu. Og ekki er hægt að horfa framhjá því að ófriðarbálið fyrir botni Miðjarðarhafsins er að miklu leyti átök á milli trúarbragðahópa (bókstafstrúaðra gyðinga og múslíma) þótt ekki sé það einhlít skýring enda verður að taka fleiri þætti með í víðara samhengi til þess að öðlast fullan skilning á þeim aðstæðum sem þar eru fyrir hendi. En í öllum þessum tilvikum verður að gæta sín á því að rugla ekki saman gjörðum þeirra manna sem kalla sig trúaða (kristna menn, gyðinga, múslíma) og trúnni sjálfri (þar á meðal kristinni trú) en Dawkins gerir sig gróflega sekan um það. Það er miður að Dawkins leyfi sér ekki að íhuga trú og trúarbrögð almennt í öðru ljósi en því sem stafar af því ófriðarbáli.

Þegar þau stríð eru skoðuð sem mestan svip hafa sett á okkar tíma og mest áhrif haft, eins og m.a. fyrri og síðari heimsstyrjöldin, þá er ekki hægt að segja að sá ófriður hafi snúist um trúarbrögð. Það er ekki einu sinni hægt að skoða gyðingahatur Hitlers og hans fylgismanna í trúarlegu ljósi. Hvað hafði „trú“ með hryllingin við Verdun og Somme að gera? Hvað með harmleikinn í Dresden? Þegar trú og trúarbrögðum er kennt um stríð og ófrið er meira eða minna um að ræða yfirvarp þar sem raunverulegar rætur átakanna eru aðrar og margþættari. En því kýs Dawkins að horfa framhjá. Hann hugleiðir ekki frekari forsendur á bak við stríð og ófrið og virðist í engu velta fyrir sér öðrum hugmyndafræðilegum ágreiningi margs konar og stríðandi stjórnmálaöflum, stéttaskiptingu, efnahagslegum óróa og ójöfnuði, kynþáttahatri og kúgun í ýmiss konar mynd, ásókn í landsvæði og auðlindir þess og einfaldlega hreinni mannvonsku.

Sú öld sem nýliðin er reyndist ekki sú glæsta framfaraöld sem spáð var. Þótt heimurinn hafi séð mestu framfarir á sviði vísinda í sögunni þá leysti það ekki öll vandamál heims og manns eins og búist var við – og hefur ekki gert það enn. Heimurinn sá einnig mestu hörmungar sögunnar á 20. öldinni – margir gengu glaðir og ákafir á vígvelli Stríðsins mikla (fyrri heimsstyrjaldarinnar) sem átti að marka lok allra stríða – og enn er ekki margt sem bendir til þess að 21. öldin verði mikið frábrugðin þó hún sé að þessu leyti vissulega önnur og ólík. Hugmyndir um yfirburði vísinda og framfaravonir í krafti þeirra hafa lengi loðað við manninnn. En slík frumstæð vísindahyggja, sem meðal annars birtist í málflutningi Richard Dawkins, gengur einfaldlega ekki upp né heldur sú barnalega tiltrú á yfirburði og getu mannsins sem henni fylgir. Og á það hefur kristin guðfræði bent. Fyrri heimsstyrjöldin kollvarpaði öllum slíkum vangaveltum og sú guðfræði sem mótaðist í þeirri deiglu, og hefur verið kölluð nýguðfræði hér á landi, var mjög neikvæð í garð þess að maðurinn miklaðist af sjálfum sér og benti á að maðurinn væri vissulega mjög svo ófullkominn og betur kominn undir öðru en sjálfum sér. Einmitt í því er sannleikur syndafallssögunnar fólginn – sem ber að umgangast með sama hætti og sköpunarfrásögurnar – þar sem horft er á manninn mjög raunsæjum augum. Páll postuli orðaði það með þeim hætti að „allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“ (Rm 3.23). Og maðurinn hefur staðfest þessi sannindi margoft í sögu sinni. Í raun má segja, ólíkt því sem Dawkins vill meina, að þessi staða mannsins sé miklu fremur forsenda trúarhugmynda heldur en afleiðing þeirra.

Ég tel það ekki réttlátt af Dawkins að kalla trú og trúarbrögð formálalaust til saka fyrir ófremdarástand manns og heims í dag með þeim hætti sem hann gerir. Hann spyr hvernig heimurinn væri án trúarbragða! Vel mætti spyrja á móti hvernig heimurinn væri án vísinda. Kristin kirkja – og trúarbrögð almennt – er að sjálfsögðu ekki sæmd af öllu því sem hefur viðgengist í hennar nafni í sögu sinni, hvorki fyrr né síðar. Því neitar enginn heilvita maður sem þekkir þá sögu. Hún getur ekki hvítþvegið hendur sínar fremur en veraldleg yfirvöld í sögu og samtíð. Og margt má við hana athuga enn í dag. En enn og aftur má ekki rugla saman gjörðum þeirra manna sem kalla sig kristna og kristinni trú og kristnum boðskap. Það er ekki hægt að alhæfa um trú almennt í ljósi misbeitingar hennar, ekkert frekar en um vísindi. Trúnni hefur verið og mun verða misbeitt og notuð til réttlætingar á óhæfuverkum en það segir að mínu mati meira um manninn heldur en sjálfa trúna. En ef það á að munnhöggvast með þessum hætti þá þurfa vísindin líka að svara fyrir sig. Hvernig væri heimurinn án kjarnorkunnar og eyðileggingarmáttar hennar? Hvernig væri heimurinn í dag án gróðurhúsaáhrifa og þeirra skelfilegu afleiðinga sem við blasa þeirra vegna og eru bein áhrif iðnbyltingarinnar og tæknivæðingar heimsins? Hvernig heim erum við að skapa börnunum okkar og komandi kynslóðum þegar horft er til framtíðar með augum vísinda? Er sú framtíðarsýn sem vísindahyggjan býður upp á í dag jafn glæst og sjálfsögð og Dawkins vill vera láta? Þetta eru gildar spurningar sem brenna á mörgum. Og það má lengi spyrja. En hvernig sem spurt er þá er það ætíð sama mannlega röddin á bak við þau orð – veikburða, breysk og rám. Og hver er til svara? Ég þekki bara einn. Og það er alls ekki Richard Dawkins. Ég veit ekki hvað framtíðin geymir í skauti sér, en það er allt í lagi því ég veit hver geymir framtíðina. Það nægir mér að treysta þeirri vissu.Í vægðarlausri og furðanlega illa ígrundaðri árás sinni á trú og trúarbrögð í Kastljósinu heldur Dawkins því fram, eins og fleiri hafa gert á undan honum, að trúarbrögðum sé um að kenna ófremdarverk og helstu stríð í heiminum og hörmungar af þeirra völdum, einkum í Evrópu. Þetta leiðir væntanlega af því að í eðli sínu reka trú og trúarbrögð, að mati Dawkins, flein á milli þess fólks og samfélaga sem játa ólíka trú og það ali á fjandskap og leiði af sér ófrið og hörmungar. Það er beinlínis röng fullyrðing hjá Dawkins að segja að trúarbrögðum sé nánast að öllu leyti um að kenna evrópsk stríð og þótt víðar væri leitað. Sannleikurinn er að aðeins örfá stríð má á einhvern hátt rekja til trúarbragða og flest þau verstu hafa ekkert með trú að gera, enda fleira fólgið í sögu og samfélagi mannsins en trú og trúarbrögð ein og fleiri hvatar til athafna. Auðvitað má finna stríðsátök þar sem andstæðar trúarhugmyndir eru snar þáttur í átökunum eins og á Norður-Írlandi og í löndum fyrrverandi Júgóslavíu. Og ekki er hægt að horfa framhjá því að ófriðarbálið fyrir botni Miðjarðarhafsins er að miklu leyti átök á milli trúarbragðahópa (bókstafstrúaðra gyðinga og múslíma) þótt ekki sé það einhlít skýring enda verður að taka fleiri þætti með í víðara samhengi til þess að öðlast fullan skilning á þeim aðstæðum sem þar eru fyrir hendi. En í öllum þessum tilvikum verður að gæta sín á því að rugla ekki saman gjörðum þeirra manna sem kalla sig trúaða (kristna menn, gyðinga, múslíma) og trúnni sjálfri (þar á meðal kristinni trú) en Dawkins gerir sig gróflega sekan um það. Það er miður að Dawkins leyfi sér ekki að íhuga trú og trúarbrögð almennt í öðru ljósi en því sem stafar af því ófriðarbáli.Þegar þau stríð eru skoðuð sem mestan svip hafa sett á okkar tíma og mest áhrif haft, eins og m.a. fyrri og síðari heimsstyrjöldin, þá er ekki hægt að segja að sá ófriður hafi snúist um trúarbrögð. Það er ekki einu sinni hægt að skoða gyðingahatur Hitlers og hans fylgismanna í trúarlegu ljósi. Hvað hafði „trú“ með hryllingin við Verdun og Somme að gera? Hvað með harmleikinn í Dresden? Þegar trú og trúarbrögðum er kennt um stríð og ófrið er meira eða minna um að ræða yfirvarp þar sem raunverulegar rætur átakanna eru aðrar og margþættari. En því kýs Dawkins að horfa framhjá. Hann hugleiðir ekki frekari forsendur á bak við stríð og ófrið og virðist í engu velta fyrir sér öðrum hugmyndafræðilegum ágreiningi margs konar og stríðandi stjórnmálaöflum, stéttaskiptingu, efnahagslegum óróa og ójöfnuði, kynþáttahatri og kúgun í ýmiss konar mynd, ásókn í landsvæði og auðlindir þess og einfaldlega hreinni mannvonsku. Sú öld sem nýliðin er reyndist ekki sú glæsta framfaraöld sem spáð var. Þótt heimurinn hafi séð mestu framfarir á sviði vísinda í sögunni þá leysti það ekki öll vandamál heims og manns eins og búist var við – og hefur ekki gert það enn. Heimurinn sá einnig mestu hörmungar sögunnar á 20. öldinni – margir gengu glaðir og ákafir á vígvelli Stríðsins mikla (fyrri heimsstyrjaldarinnar) sem átti að marka lok allra stríða – og enn er ekki margt sem bendir til þess að 21. öldin verði mikið frábrugðin þó hún sé að þessu leyti vissulega önnur og ólík. Hugmyndir um yfirburði vísinda og framfaravonir í krafti þeirra hafa lengi loðað við manninnn. En slík frumstæð vísindahyggja, sem meðal annars birtist í málflutningi Richard Dawkins, gengur einfaldlega ekki upp né heldur sú barnalega tiltrú á yfirburði og getu mannsins sem henni fylgir. Og á það hefur kristin guðfræði bent. Fyrri heimsstyrjöldin kollvarpaði öllum slíkum vangaveltum og sú guðfræði sem mótaðist í þeirri deiglu, og hefur verið kölluð nýguðfræði hér á landi, var mjög neikvæð í garð þess að maðurinn miklaðist af sjálfum sér og benti á að maðurinn væri vissulega mjög svo ófullkominn og betur kominn undir öðru en sjálfum sér. Einmitt í því er sannleikur syndafallssögunnar fólginn – sem ber að umgangast með sama hætti og sköpunarfrásögurnar – þar sem horft er á manninn mjög raunsæjum augum. Páll postuli orðaði það með þeim hætti að „allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð“ (Rm 3.23). Og maðurinn hefur staðfest þessi sannindi margoft í sögu sinni. Í raun má segja, ólíkt því sem Dawkins vill meina, að þessi staða mannsins sé miklu fremur forsenda trúarhugmynda heldur en afleiðing þeirra. Ég tel það ekki réttlátt af Dawkins að kalla trú og trúarbrögð formálalaust til saka fyrir ófremdarástand manns og heims í dag með þeim hætti sem hann gerir. Hann spyr hvernig heimurinn væri án trúarbragða! Vel mætti spyrja á móti hvernig heimurinn væri án vísinda. Kristin kirkja – og trúarbrögð almennt – er að sjálfsögðu ekki sæmd af öllu því sem hefur viðgengist í hennar nafni í sögu sinni, hvorki fyrr né síðar. Því neitar enginn heilvita maður sem þekkir þá sögu. Hún getur ekki hvítþvegið hendur sínar fremur en veraldleg yfirvöld í sögu og samtíð. Og margt má við hana athuga enn í dag. En enn og aftur má ekki rugla saman gjörðum þeirra manna sem kalla sig kristna og kristinni trú og kristnum boðskap. Það er ekki hægt að alhæfa um trú almennt í ljósi misbeitingar hennar, ekkert frekar en um vísindi. Trúnni hefur verið og mun verða misbeitt og notuð til réttlætingar á óhæfuverkum en það segir að mínu mati meira um manninn heldur en sjálfa trúna. En ef það á að munnhöggvast með þessum hætti þá þurfa vísindin líka að svara fyrir sig. Hvernig væri heimurinn án kjarnorkunnar og eyðileggingarmáttar hennar? Hvernig væri heimurinn í dag án gróðurhúsaáhrifa og þeirra skelfilegu afleiðinga sem við blasa þeirra vegna og eru bein áhrif iðnbyltingarinnar og tæknivæðingar heimsins? Hvernig heim erum við að skapa börnunum okkar og komandi kynslóðum þegar horft er til framtíðar með augum vísinda? Er sú framtíðarsýn sem vísindahyggjan býður upp á í dag jafn glæst og sjálfsögð og Dawkins vill vera láta? Þetta eru gildar spurningar sem brenna á mörgum. Og það má lengi spyrja. En hvernig sem spurt er þá er það ætíð sama mannlega röddin á bak við þau orð – veikburða, breysk og rám. Og hver er til svara? Ég þekki bara einn. Og það er alls ekki Richard Dawkins. Ég veit ekki hvað framtíðin geymir í skauti sér, en það er allt í lagi því ég veit hver geymir framtíðina. Það nægir mér að treysta þeirri vissu.

Börn og trú

Þótt ég vildi gjarnan ræða áfram um margt sem kemur fram í máli Dawkins verð ég að láta öðrum það eftir að sinni. Þó get ég ekki skilið við þessa umræðu án þess að fara fáum orðum um viðhorf hans til trúaruppeldis barna því sjálfur á ég börn og finnst það afar miður og meiðandi hvernig hann talar í þeim efnum. Látum það vera að Dawkins telji sig þess umkominn að grafa mig sem trúaðan mann í fúlan pytt fáfræði og hugsunarleysis, en lægst leggst hann þó þegar hann segir að allt trúarlegt uppeldi og fræðsla jafnist á við níðingshátt og andlegt ofbeldi gagnvart börnum. Enn og aftur alhæfir Dawkins á grundvelli öfgakenndra birtingarmynda trúar. Dawkins virðist telja trúaruppeldi fólgið í því og leiða til þess eins að trúarlegur „merkimiði“ sé settur á börn sem stimpli þau ýmist mótmælenda trúar, kaþólskrar trúar, gyðinglegrar trúar o.s.frv. og girði þau með neikvæðum hætti af í hugsun og háttum sem hafi hræðileg áhrif á líf barnsins. Þá sé það sorglegt að mati Dawkins að ala börn á þeirri ranghugmynd að trú og trúarbrögð geti nokkurn tíma jafnast á við mikilfengleika vísinda og vísindalegrar hugsunar.

Hér vil ég aðeins minna á það sem Dawkins nefnir ekki, nefnilega það að allir einstaklingar alast upp við skilyrðingar frá fyrstu tíð, góðar eða slæmar, með réttu eða röngu. Börn búa strax frá fæðingu í félagslega, sögulega og menningarlega skilyrtu umhverfi. Það umhverfi sem mér var búið skilgreinir mig meðal annars sem Íslending. Trúarlegi þátturinn er eingöngu einn þáttur í margþættu og flóknu ferli persónumótunar. Að alhæfa um barnauppeldi almennt út frá hinum trúarlega þætti eins og Dawkins gerir er fyrst og síðast rangt og ber vitni um vanþekkingu, ef marka má orð hans í umræddum Kastljósþætti. Ef það á að hugsa um barnauppeldi með þessum hætti þá verður að telja allt barnauppeldi níðingshátt. Trúarlega snautt uppeldi er jafn mótandi fyrir barnið og hitt. En hvort leiðir af sér betri einstakling? Ég kann ekki að svara því, enda hugsa ég ekki á þessum nótum, en ég veit það í hjarta mínu að ég reyni að leggja börnum mínum eins gott til og ég get. Að sjálfsögðu viljum við öll hlífa börnunum okkar við því sem við teljum óæskilegt eða beinlínis skaðlegt og einnig vitum við að það er hægt að meiða börn og vinna þeim mikið tjón í uppeldi en Dawkins gengur of langt þegar hann afmarkar hinn trúarlega þátt uppeldis sem jafn mikinn skaðvald og hann vill vera láta. Þegar uppeldi barna er meira eða minna ábótavant þá er þar oftast um aðra skaðvalda að ræða en trú og vísindahyggju. Kristin trú gerir ekki þá kröfu til sjálfrar sín og ritningarinnar að vera altækt og óvefengjanlegt siðalögmál eða uppskrift að áfallalausu og farsælu lífi. Trúarlegar hugmyndir bjóða miklu fremur upp á leiðir til þess að takast á við lífið eins og það er. Þannig hvetur kristin trú alla til þess að horfa á heiminn og sjálfa sig, orð og gjörðir, í ljósi kærleikans sem birtist í persónu Jesú Krists frá Nasaret og leggja traust sitt á hann.

Lokaorð

Það er mjög frumstæður hugsunarháttur og til marks um afar öfgakennda vísindahyggju að kenna trú og trúarbrögðum um flest sem farið hefur miður í sögu mannsins. Hægt er að segja þetta um leið og horfst er í augu við þá staðreynd að saga trúarbragða er ekki glæst og lýtalaus, ekkert frekar en saga vísinda og saga mannsins almennt og yfirleitt. Það má hugleiða trú og trúarbrögð með margvíslegum hætti. Til eru kenningar innan trúarbragðafræða sem kveða á um það að þróun trúarbragða megi einmitt rekja til viðleitni mannsins til að horfast í augu við og sætta sig við eigin ófullkomleika og fallvaltleika og til þess að takast á við hann. Ekki ætla ég að orðlengja um það en held því fram að málflutningur Richard Dawkins beri með sér merki þeirra sömu öfga og hann vill gagnrýna þótt með öfugum formerkjum sé. Og þar fyrir utan sér hann ekki skóginn fyrir trjánum og nálgast trú og trúarbrögð almennt út frá öfgakenndum birtingarmyndum hennar sem bjaga allt útsýni og útiloka heiðarlega nálgun í þessum efnum. Vitna má í orð Krists sjálfs úr fjallræðunni – sem Dawkins þó hælir – og segja að Dawkins blindist svo af flísinni í augum flestra að hann sjái ekki bjálkann í sínum eigin (sbr. Mt 7.3).

Ef draga má einhverja álykun af sögu og þróun vísinda þá er það sú að heimurinn er mjög undarlegur og kemur sífellt á óvart. Þó ég sé einungis leikmaður og tæplega það þá leyfi ég mér að segja að vísindalegar uppgötvanir hafa sannarlega sýnt fram á það. Og þetta á jafnt við um manninn og reynslu hans af sjálfum sér og heiminum. Eðli mannsins er ekki útreiknanlegt og það er ekki einfalt og sjálfsagt að útskýra alla mannlega reynslu í ljósi vitsmunalegrar getu hans sjálfs. Slík smættarhyggja á ekki rétt á sér.
Að sjálfsögðu er málflutningur manna á borð við Richard Dawkins aðeins ein hlið þess margþætta viðfangsefnis sem trú og vísindi eru bæði hvort í sínu lagi og hvort með öðru. Til eru þeir sem hafa aðra skoðun og annað sjónarhorn. Það er vert að geta hér um einn slíkan fyrir þá sem vildu afla sér innsæis og þekkingar í þessum efnum út frá fleiri hliðum. John Polkinghorne er samlandi Dawkins sem hefur skrifað mikið um trú og vísindi og snertifleti þeirra. Polkinghorne hefur áratuga reynslu á sviði vísinda sem virtur kennilegur eðlisfræðingur við Cambridge-háskólann, en hann hefur einnig verið vígður prestur innan Anglíkönsku kirkjunnar í Bretlandi síðan árið 1982. Polkinghorne gengur út frá því að innan vísinda og trúarbragða sé fengist við ólíkar hliðar eins og sama raunveruleikans og í ritum sínum hefur hann sýnt fram á hvernig vísindi og trú geta varpað ljósi hvort á annað í skoðun sinni á eðli manns og heims.

Í samtali trúar og vísinda leiðir það til lítils að láta rekast áfram af þeirri afstæðishyggju sem lætur sér nægja að segja að þú hafir þína skoðun og ég mína; og allra síst af þeirri oft á tíðum hrokafullu nauðhyggju sem heldur einni skoðun og túlkun fram yfir aðra á grundvelli þess sem talið er rétt og rangt. Mannleg þekking hefur alla tíð verið ofurseld lögmáli óvissu og í guðfræðilegri íhugun um eðli manns hefur það löngum verið viðurkennt að mannlegri getu er takmörk sett.

Með fullri virðingu fyrir vísindalegum kenningum og nauðsyn þess að fræða um þær þá þætti mér sem trúuðum manni það afar illt verk og rangt að hampa yfirburðum mannshugans í skjóli þeirra en svipta manninn um leið þeim mikilvæga þætti í mennsku sinni sem trúin er og láta þar við sitja. Ég hef ekki spádómsgáfu og veit ekki hvernig heiminum farnaðist án þessa eða hins. Ég veit ekki hvernig heimur án trúar og/eða trúarbragða væri einfaldlega vegna þess að slíkur heimur hefur aldrei verið til. Ég mundi mögulega treysta mér til þess að segja eitthvað um það hvernig heimurinn væri án vísinda því að slíkur heimur hefur verið til. En ég ætla ekki að gera það því það ber merki um heimsflótta í mínum huga.

Það sem ég ætla hins vegar að gera er að halda áfram að segja sonum mínum frá Guði og Jesú og kærleikanum í hans nafni. Ég mun halda áfram að reyna að vekja þeim traust til lífsins í gegnum bænina; og ég mun halda áfram að kenna þeim að horfa á heiminn með augum Guðs og ganga um hann af virðingu og alúð og að elska náungann eins og sjálfa sig. Ég læt enga átölulaust væna mig um níðingsskap gagnvart börnunum mínum.

Að síðustu vil ég enn og aftur leggja áherslu á þá skoðun mína að málflutningur Richard Dawkins er herskár og hrokafullur og byggist á fordómum í garð trúar og trúarbragða. Hann sækir forsendur sínar í öfgakenndar birtingarmyndir þeirra og bókstafskennda guðfræðilega hugsun sem er hvergi nærri alls staðar við lýði og alhæfir út frá þeim. Má það heita undarlegt að slíkt komi frá upplýstum og menntuðum manni á borð við hann.

Sem trúaður kristinn maður vil ég segja þetta að lokum: Ég hef takmarkaða þekkingu á vísindum og gengst við mínum eigin ófullkomleika í því sem öðru. En ég réttlæti ekki trú mína, trú mín réttlætir mig!

Um höfundinn33 viðbrögð við “Trú og vísindi”

 1. Magnús Erlingsson skrifar:

  Þetta er sérdeilis góð grein, sem bendir á veilurnar og öfgarnar í málflutningi Dawkings. Í raun er það kaldhæðnislegt að með alhæfingum sínum um trú fellur Dawkings í sama pyttinn og þeir kreddufullu ofsatrúarmenn, sem hann er að gagnrýna. Dawkings heldur því fram að öll trú sé slæm en kreddufullir ofsatrúarmenn segja hins vegar að allt sem ekki er trú eða eftir þeirra trúarlega bókstaf sé háskalega villa. Sjónarmið þeirra beggja einkennast af þröngsýni.

 2. Óli Gneisti skrifar:

  Hvað er hægt að segja um grein þar sem fyrsta villan er í fyrstu setningunni? Nógu margar fylgja síðan í kjölfarið. Gunnar fellur í sömu gildru og aðrir þjóðkirkjumenn sem hafa gagnrýnt Dawkins, hann hlustaði ekki á hann og er að gera honum upp skoðanir.

 3. Lárus Viðar Lárusson skrifar:

  Það er mjög margt í þessari grein sem orkar tvímælis eða ég er ósammála. Ég sat þessa ráðstefnu sem Gunnar minnist á í upphafi og sá líka umrætt viðtal í Kastljósinu og hef talsvert aðra sýn á þetta mál.

  Af öllu því sem sagt er hér vil ég minnast fyrst á tvennt. Sagt er hér að Dawkins “skortir í reynd þá heimspekilegu þekkingu sem þarf til þess að ræða um trú með öðrum hætti en hann gerir”. Það er alltaf ódýrt að afgreiða andstæðing sinn með þeim hætti að hann sé illa menntaður eða hreinlega skilji ekki hvað hann sé að tala um. Hverjir mega annars ræða um trúarbrögð og kristna trú ef prófessorar við háskólann í Oxford teljast ekki hæfir í þeirri umræðu sökum menntunarskorts? Ef ætlunin er að takmarka umræðuna við þröngan hóp sérmenntaðra manna, t.d. guðfræðinga eða heimspekinga, þá er verið að loka fyrirfram á alla almenna umræðu um kristna trú.

  Hitt atriðið sem ég vil minnast á er hin óþolandi tilhneiging trúmanna til að stimpla trúleysingja með einhverjum trúarstimpli, einvörðungu vegna þess að þeir hafa sterkar skoðanir á einhverju máli. Sagt er að Dawkins “trúir á skynsemina og vísindin og burði þeirra til að ljúka upp leyndardómum heimsins og mannsins og hann skilgreinir heiminn og sjálfan sig í ljósi þeirrar trúar.” Ef þetta er orðið að einhvers konar trú líka í orðræðu guðfræðinga þá segir sig sjálft að ekki er til sá maður sem getur kallað sig trúlausan.

  Annars er ég kátur með að Gunnar telji sköpunarsögur Biblíunnar vera “ljóðræn framsetning á trú fólks og reynslu þess í heimi sem það reynir að skilja og staðsetja sig í.” Þar af leiðandi samþykkir hann að Adam og Eva hafi aldrei verið til í eiginlegum skilningi og þar af leiðir að erfðasyndin er ekki til. Hvers vegna guð fórnaði sjálfum sér á krossinum til endurlausnar frá synd sem var aldrei til er þá orðið hið dularfyllsta mál sem væri kannski fróðlegt að heyra útskýringu á frá hámenntuðum guðfræðingum.

 4. Gunnar Jóhannesson skrifar:

  Nú átti ég ekki von á öðru en að grein mín félli í grýttan jarveg hjá sumum, eins og kemur á daginn hér. Hins vegar finnst mér ansi djúpt í vasann kafað ef ekki er vísað til annars en einhverra villna í fyrstu setningunni. Ekki veit ég hvað Óli Gneisti á við með því. Á heimasíðu SAMT standa þessi orð:
  Samfélag trúlausra (SAMT) mun ásamt Atheist Alliance International (AAI) standa fyrir ráðstefnu um trúleysi dagana 24. og 25. júní næsta sumar. Ráðstefnan verður haldin í samvinnu við nokkur innlend félög um efahyggju og trúleysi. Þar á meðal Siðmennt, Skeptikus og Vantrú. Þekktir fyrirlestrar hafa boðað komu sína í júní og er því von á spennandi ráðstefnu.
  Á vef Simenntar stendur einnig:
  International Atheist Conference in Reykjavik Iceland June 24 & 25, 2006. The Atheist Alliance International and SAMT (the Atheist Society of Iceland) are the official hosts of the first international Freethought, Rationalist, Humanist, Skeptic meeting to be held . . .
  Ekki veit ég til þess að þetta breyttist eitthvað. Vísað var til þessarar ráðstefnu víðast hvar undir heitinu Trúleysi á Íslandi (sbr. skodun.is og sidmennt.is.) en einnig Alþjóðleg ráðstefna trúlausra (vantru.is) Að vísu sá ég eftir að grein mín hafði birst að hún var kölluð Jákvæðar raddir trúleysis á vef vantrúarmanna ef ég man rétt. Það er sársaukalaust af minni hálfu að kalla ráðstefnuna því nafni eða öðru ef það er réttara. En ef Óli Gneisti vill ræða aðrar aðrar villur sem að hans mati eru í grein minni þá verður hann að greina frá þeim. Betra væri það svo hægt sé að eiga uppbyggilegar viðræður um þessi mál. Þá má hann gjarnan benda mér á hvar ég geri Dawkins upp skoðanir. Ég tel mig ekki hafa gert það og vill meina að ég hafi reynt að varast það eins og mér var framast unnt að falla í sömu gryfju og Dawkins sjálfur þar sem hann fordæmir trúað fólk hvað eftir annað og finnur því flest allt til foráttu.
  En rétt er að bregðast við ummælum Lárusar sem tilgreinir nokkur atriði sem hann er ósáttur við. Ég hef ekki tíma til þess eins og er en finn mér tíma fyrr en síðar.

  Kær kveðja
  Gunnar Jóhannesson

 5. Gunnar Jóhannesson skrifar:

  Ég vil reyna að svara Lárusi í stuttu máli og bregðast við þeim athugasemdum sem gerir við grein mína.

  Að sjálfsögðu er ég ekki að halda því fram að Dawkins sé ófær að ræða um trú og trúarbrögð. Hann gerir það svo sannarlega og gerir það á sinn hátt. En ég mundi varla kenna málflutning hans við „almenna umræðu“, þaðan af síður uppbyggilega og heiðarlega. En það er mín skoðun Lárus. Það er enginn ófær um að tala um trú ekkert frekar en um vísindi. Við höfum eingöngu misjafnar forsendur til þess og ólíkar og að sjálfsögðu er þekking manna misjafnlega yfirgripsmikil. En óháð því getur enginn leyft sér að fella úrskurði eða haldið að hann geti átt síðasta orðið í þessum efnum eða öðrum. Hvorki ég eða þú Lárus eða Dawkins sjálfur getum gert það. Það er hægt að ræða um trú og trúarbrögð út frá fjölmörgum sjónarhornum. Hægt er að ræða um trú sína á persónulegum grundvelli og einnig fræðilegum. Þau fræði þar sem trú og trúarbrögð koma við sögu með einum eða öðrum hætti eru víðfeðm. Nefna má mannfræði, trúarbragðafræði, heimspeki, félagsfræði, guðfræði, menningarfræði, siðfræði, eþnógrafísk fræði, þjóðræði, sálarfræði og sagnfræði svo eitthvað sé nefnt; í raun flest húmanísk hugvísindi. Menntaður maður eins og Dawkins ætti ekki að horfa framhjá því og útiloka aðra umræðugrundvelli þar með. Nú vitum við Lárus að Dawkins er ekki menntaður á öllum sviðum húmanískra vísindagreina og því er ekki að vænta að hann sé alls staðar heima þegar kemur að trú og trúarbrögðum. En hann verður, ásamt þeim sem eru sömu skoðunar og hann, að vera tilbúinn að horfast í augu við önnur sjónarhorn og nálganir og skoðanir. Dawkins hefur sitt sérstaka sjónarhorn en það er afar þröngt að mínu mati.

  Þegar ég segi þetta þá tek ég eingöngu mið af málflutningi hans eins og hann birtist í umræddum Kastljósþætti. Dawksins gerir ekki tilraunir til þess að nálgast trú sem slíka út frá öðru sjónarhorni en því sem hann gefur sér, þ.e. að trú sé fyrst og síðast hættulegt hugsanaleysi sem beri að uppræta með aukinni og bættri menntun. Og að mínu mati bendir það til þess að honum sé í raun mjög þröngur stakkur búinn þegar kemur að þessari umræðu. En ég er að sjálfsögðu ekki að taka það af honum heldur harma ég eingöngu að hann skoði þessi mál ekki í víðtækara samhengi. Það væri vel ef menn eins og hann sem vilja vera framarlega í umræðunni mundu gera það. Ég er því ekki viss um að ég og Dawkins næðum vel saman eins og sakir standa. Hann felldi úrskurð sinn yfir mér þegar hann sagðist kenna í brjósti um mig sökum lítilmótlegra vitsmuna minna (eða „low-grade mentality“eins og hann sagði sjálfur). Samt tel ég mig tiltölulega vel gefinn einstakling og skynsaman þó ég hafi marga galla að sjálfsögðu.

  Heimspekingur mundi eflaust hafa annað sjónarhorn á trú en Dawksins gefur sér í viðtali sínu, eða að minnsta kosti fleiri. Það mundi trúarbragðafræðingur einnig hafa – og það hefur guðfræðingur einnig.

  Ég er þó ekki að segja að einn sé merkilegri en annar heldur eingöngu að þeir hafa ólíkt útsýni. Og er það ekki allt í lagi Lárus?!? Ég veit vel að Dawkins er hámenntaður maður á sínu sviði og upplýstur og þess vegna undrar mig að hann skuli ekki hafa víðari sýn en þá sem hann lét uppi í umræddum Kastljósþætti og geri ekki tilraun til þess að nálgast umræðuefnið á fræðilegum og akademískum grundvelli. Ég get ekki kennt slíka nálgun við annað en þekkingarskort nú eða þá beinlínis hroka. Að sjálfsögðu er ég með þessum orðum að fella ákveðin dóm yfir Dawkins en ég tel að málflutningur hans hafi dæmt sig sjálfur.

  Er ég þá sjálfur hrokafullur? Það verða aðrir að dæma um það. Ég get alveg ímyndað mér að þér þyki grein mín engin skemmtilesning. En hvað þetta allt snertir þá erum við erum einfaldlega á öndverðum meiði. Það sem stendur hjarta mínu næst er annað en það sem stendur þínu og hjarta Dawksins næst en við verðum að geta rætt saman eins og fólk engu að síður, jafnvel þó það sé að sárt þegar vegið er að innstu tilfinningum manns með þeim hætti sem Dawksins gerði.

  Og í því samhengi kem ég að næsta atriðinu sem þú nefndir, að hún sé óþolandi sú „tilhneiging trúmanna að stimpla trúleysingja með einhverjum trúarstimpli, einvörðungu vegna þess að þeir hafa sterkar skoðanir á einhverju máli.“ Gott og vel Lárus! En það er ekki minna óþolandi, nema síður sé, að láta stimpla sig sem illa hugsandi einstakling og fávísan með eindæmum, brjótumkennanlegan mann og hættulegan, ekki bara sjálfum sér heldur öðrum; mann sem níðist á börnunum sínum og beitir þau andlegu ofbeldi. Og það eingöngu vegna þess að hugsun manns og sýn á lífið og tilveruna fer ekki saman við þá sem Dawksins hefur!

  Þegar ég segi Dawkins trúaðan þá geng ég út frá ákveðinni skilgreiningu á trú (sem þú getur lesið um í grein minni) og ég geri það ekki til þess að styðja minn málstað. Ég er að ræða um trú eins og ég skil hana, eins og hún er fyrir mér. Og ég er ekki einn um þann skilning. En að sjálfsögðu eru til aðrar skilgreiningar. Hins vegar vil ég segja hér að guðleysingi er ekki sá sami og trúleysingi; atheism er ekki hið sama og agnostisism svo ég leyfi mér að sletta aðeins. Efahyggja, trúleysi og guðleysi eru ekki einföld samheiti Lárus. Trúaður maður er ekki laus við efahyggju í einhverri mynd. Og við hvaða guð/Guð er sá laus sem er guðleysingi? Hann kann að hafna trúnni á Guð kristinni manna og/eða gyðinga og hann getur hafnað trúnni á Allah eða einhverja aðra guði. En þó einhver geri það þá er ekki hægt að mínu mati að draga þá sjálfgefnu ályktun að hann sé trúlaus. Það er til „trú“ sem er almennt mannlegt fyrirbæri í sögunni, eðlislæg kennd og tilfinning mannsins gagnvart sjálfum sér og umhverfi sínu. Og sú trú getur tekið á sig fjölbreytilegar myndir. Til er kristin trú, náttúrutrú, trú á stokk og steina, frumstæð trú(arbrögð), trú á geimverur, íslam, gyðingleg trú, hindúismi, búddismi, tótemismi, taóismi, sjamanismi, vísindatrú, shintó, trú á manninn sjálfan, trú á vísindi o.fl. En í öllum tilvikum er um að ræða traust til einhvers sem hefur skilgreinandi áhrif á manninn og stöðu hans í umhverfi sínu og í heiminum og við þessa trú bindur fólk vonir sínar og væntingar og sér fram á einhvern tilgang. Þetta á ég við þegar ég segi Dawkins trúaðan. Ég er ekki að reyna að hengja á hann kristna trú. „Trú“ sem grundvallartilfinning í sálu mannsins, í efnaskiptum hans eða taugaboðum eftir því hvernig litið er á það, kemur ætíð fram sem traust sem beinist að einhverju tilteknu, t.d. kenningu, fyrirbæri, hugmynd, einhverjum ákveðnum boðskap og/eða kenningarkerfi; það getur verið heimsynd skammtafræðinnar allt eins og heimsmynd kristninnar. Og að þessu leyti viðurkenni ég ekki trúleysi sem slíkt. Ég hef ákveðna sýn á sjálfan mig og á lífið og tilveruna sem byggist á ytri og innri skynjun og tilfinningum. Ég geri fyllilega ráð fyrir því að svo sé einnig með þig Lárus. Það er ekki munur á okkur hvað þetta varðar. Það sem greinir okkur í sundur er hins vegar í hvaða átt við beinum innri og ytri sjónum okkar. En þrátt fyrir það er ég viss um að við hefðum margt fróðlegt og gagnlegt að ræða um ef við mundum nálgast hvorn annan af gagnkvæmri virðingu og umburðarlyndi. Ef við getum að minnsta kosti leyft hvor öðrum að eiga sína lífsýn og skoðun, veraldlega sem trúarlega.

  Það er mér alveg sársaukalaust að þér þyki nálgun mín og hugsun „óþolandi“ Lárus. Við verðum að sættast á það að vera ósammála. En vonandi verður það ekki til þess að við getum ekki átt opinskáar umræður þar sem við tölum af virðingu til hvors annars og af umburðarlyndi gagnvart því sem skilur okkur að. Við erum undir sama manndóminn og sama efnið seldir Lárus og höfum ekki öll svör á reiðum höndum.

  Ég geri ráð fyrir því að þín lífsskoðun sé nær þeirri sem Dawksins mælir bót en minni eigin. En ég veit ekki hvort það sé væntumþykja þín í minn garð sem gerir það að verkum að þú viljir losa mig undan fávísum órum mínum enda þótt ég vilji það ekki sjálfur og líði tiltölulega vel og er sáttur við sjálfan mig og mitt líf, sem ætti í engu að gera þér sjálfum illt til? Er það tilfellið? Eða er það eitthvað annað.

  Það minnsta sem við getum gert er að leyfa hvor öðrum að eiga okkar skoðanir og sýn á lífið. Það ætti ekki að gera okkur illt til. Og við getum báðir eftir sem áður reynt að vera góðir og gagnlegir lífinu og öðru fólki og ganga fram af kærleika gagnvart mönnum og dýrum og heimi.

  Hvað varðar síðasta atriðið sem þú minnist á vil ég segja að þú dregur allt of víðtækar ályktanir af því sem ég segi um sköpunarfrásögur Biblíunnar. Ég get ekki rakið okkur aftur til fyrsta mannfólksins á jörðinni ekkert frekar en vísindamenn. Sköpunarfrásögur Biblíunnar tjá ákveðna trú og það gerir að sama skapi syndafallssagan. Ég hafna í engu þeim boðskap og þeirri mannlegu trú og reynslu sem fólgin er í sköpunarfrásögunum og syndafallssögunni, eins og ég tíundaði í grein minni. Taktu líkingu af mannlegum einstakling. Hann fæðist, saklaus og flekklaus, skapaður af Guði og í mynd Guðs. En þegar á líður fetar hann sína eigin slóð í krafti frjáls vilja og hún fer ekki alltaf saman við þann veg sem Guð varðar og gjá myndast milli hans og Guðs og skilur viðkomandi frá Guði og vilja hans. Hugtakið „synd“ er fyrst og fremst aðstæðuhugtak og tjáir þennan aðskilnað og það sem skilur manninn frá Guði þó það hafi einnig með breytni að gera. Og hugtakið erfðasynd, sem að sjálfsögðu hefur ekkert með erfðir að gera, tjáir það að þessi veruleiki, þessar aðstæður, nái til allra manna. Þessu hafna ég ekki. Þetta er boðskapur sköpunarfrásagnannna og syndafallsögunnar. Hið góða og fullkomna (maðurinn í aldingarðinum Eden) spillist og það er maðurinn sem er valdur að því í krafti eigin vilja. Það er ekki tilviljun að það sem greint er frá strax á eftir brottrekstrinum og fallinu er fyrsta morðið í mannheimi (Kain og Abel). Þetta er mannleg reynsla frá öndverðu. Öll börn eru saklaus og falleg eðli sínu samkvæmt en það kemur að því að þau átta sig á nekt sinni og á einhverjum tímapunkti í sínu lífi læra þau að vera undirförul og fara með fyrstu lygi sína. Ekkert er jafn brothætt og ungabarnið. Barnið er upp á aðra komið í öllu og getur ekki annað en treyst skilyrðislaust á lífið og á að því verði sýnt sú umhyggja sem það þarfnast til þess að lifa í þessum heimi. Það brosir við öllu og treystir – þetta vitum við. Og trú er traust! En er maðurinn vex úr grasi dvínar þetta traust oft og í stað þess er staðfest gjá milli manns og Guðs. Jesús Kristur vill brúa þetta bil og vekja að nýju traustið í hjarta mannsins. Táknrænar frásagnir og táknmyndir eru margar til og þar er margt í Biblíunni engin undantekning. Þó að nútímaleg útgáfa sköpunarfrásögunnar og syndafallssögunnar mundu vera í öðrum búningi í og öðruvísi stílfærðar en þær sem standa í Biblíunni þá er efniviðurinn hinn sami, þráðurinn einnig og boðskapurinn. Og ekki hefur maðurinn í neinum grundvallaratriðum breyst. Og Guð er einn og hinn sami, eilíflega, orð hans og fyrirheit. Eins og ég reyndi að segja í grein minni þá megum við ekki sjá ofsjónum yfir hinum skilyrta umbúnaði sem Biblían setur orði Guð og boðskap Jesú Krists. Ég neita sumsé engu Lárus, því miður. En ég get alls ekki skýrt allt út, það allt annað mál. Enda er trú ekki að vita heldur að treysta svo ég endurtaki það einu sinni enn.

  Með kærri kveðju

  Gunnar Jóhannesson

 6. Óli Gneisti skrifar:

  Það er talað um ráðstefnu um trúleysi á Íslandi en ekki ráðstefnuna Trúleysi á Íslandi. Stóri stafurinn gerir útslagið þarna. Sama á við um “alþjóðlegu ráðstefnu trúlausra” eins og stóð á Vantrú, það er lýsing en ekki heiti. Stóri stafurinn gerir aftur útslagið. Ef einhver kallaði þig Gunnar prest þá myndi ég ekki gera ráð fyrir að þú bærir nafnið Prestur. Ég mæli með að þú horfir eftir stórum stöfum þegar þú ert að reyna að komast að nöfnum. Það er alveg rétt að við notuðum heitið ekki oft en það þýðir ekki að þú getir bara búið til þitt eigið nafn ráðstefnuna.

  http://www.samt.is/archive/AAI_Conference_icelandic.pdf

  Þú getur beðið spenntur eftir að Mogginn birti svargreinina mína, þú getur meira að segja sent þeim póst og hvatt þá til að birta hana sem fyrst (þeir eru frekar seinir að birta greinar trúleysingja).

  Ef þú ætlar að forðast að gera mönnum upp skoðanir, einsog varðandi Dawkins, þá mæli ég með að þú notir beinar tilvitnanir. Í stað þess að segja að Dawkins hafi sagt eitthvað þá ættirðu ekki að umorða það sem þig minnir að hann hafi sagt heldur koma með beinar tilvitnanir í hann.

 7. Jónas Reynir Gunnarsson skrifar:

  Gunnar, þú mættir skoða:
  http://tru.is/svor/2006/05/truadir_og_trulausir_menn

  Þar kemur m.a. fram:

  ,,…Þegar þú hins vegar segir talar um að þeir telji sig trúlausa og að “þeir trúi því mjög heitt að þeir hafi enga trú” þá vísar þú til hlutverkaskilgreiningana og samkvæmt þeim er auðvelt að tala um trúaða trúleysingja. Hins vegar er slík orðræða fáum til gagns og gleði. Með henni er gert lítið úr sannfæringu trúleysingja fyrir því að þeir séu trúlausir, sjálfskilningur þeirra dreginn í efa og látið líta svo út að þeir sigli undir fölsku flaggi.”

 8. Grétar Einarsson skrifar:

  Ég sá viðtalið í Kastljósinu og ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég bjóst við mun betur rökstuddu máli frá svo vel menntuðum manni og áberandi málsvara trúleysis. Kannski svo stutt viðtal hafi ekki gefið færi á nánari og ítarlegri rökstuðningi. Því miður fannst mér ég alveg koma að tómum kofunum þegar ég sá umrætt viðtal.

 9. Óli Gneisti skrifar:

  Aftur verð ég að hvetja Gunnar til að kynna sér betur málflutning Dawkins. Þegar Dawkins talaði um low grade mentality þá var hann að tala um auglýsingamennskuna sem einkennir trúarbrögð í Bandaríkjunum. Og þegar Dawkins talaði um að hann vorkennti fólki þá var hann að tala um fólk sem héldi að það þyrfti á trú að halda sem einskonar hækju. Það gæti reyndar verið að Gunnar noti trú sína sem hækju, ég veit ekkert um það.

 10. Þorvaldur Víðisson skrifar:

  Öflug skrif sr. Gunnar, þakka þér fyrir þessa góðu grein og svörin þín.

  Mér finnst merkilegt að á svipuðum tíma og fulltrúar ólíkra trúarbragða heimsins funda um nálgun sína á veruleikann og það hvað sameinar trúarbrögð og mannkyn, þá ná þær raddir langt á ljósvakanum hér, sem sjá trúarbrögðum allt til foráttu.

  Vangavelturnar um hugtakið trú finnst mér býsna góðar hjá þér sr. Gunnar. Þessi spenna á milli trúar og efa er svo mikilvæg, ef hinn trúaði efast aldrei þá er nú illt í efni.

  Dawkins má nú eiga það að í Kastljósinu setti hann vangaveltur sínar fram á mjög skýran og ákveðinn máta. Ég saknaði hins vegar svolítið víðsýni og virðingar hjá Dawkins í þessari stuttu umfjöllun í Kastljósinu, og vona nú að hann eigi slíkt til einnig. En hann á greinilega auðvelt með að tjá skoðun sína og er vel á heimavelli í sjónvarpi.

  Dawkins vitnaði ef ég man rétt í tvöfalda kærleiksboðorð Fjallræðunnar. Hann sagðist taka undir það, eins og flest í þeirri ræðu frelsarans. Það væri áhugavert að kryfja svolítið Fjallræðutextann með Dawkins og sjá hvort meiningin yrði svipuð sem við læsum út úr þeim texta.

  En þessa glímu verður kirkjan að taka líka, hún má ekki einangra sig og þann sannleika sem hún stendur fyrir. Kirkjan verður að koma þeim sannleika á framfæri, eins og þú gerir svo prýðilega í þinni grein.

  Svona rétt örstutt kveðja frá Eyjum,
  Þorvaldur, prestur í Vestmannaeyjum.

 11. Lárus Viðar Lárusson skrifar:

  Ef ég hef verið dónalegur í fyrra innleggi mínu biðst ég afsökunar fyrir það því ekki var það ætlunin. Ég ætlaði eingöngu að nýta þennan vettvang til að halda uppi vörnum fyrir Dawkins og hans málflutning.

  Oft er það vandamál þegar rætt er um flókin atriði eins og trú að menn leggja mismunandi skilning í það orð. Gunnar segir að trú sé t.d.:
  “Til er kristin trú, náttúrutrú, trú á stokk og steina, frumstæð trú(arbrögð), trú á geimverur, íslam, gyðingleg trú, hindúismi, búddismi, tótemismi, taóismi, sjamanismi, vísindatrú, shintó, trú á manninn sjálfan, trú á vísindi o.fl. En í öllum tilvikum er um að ræða traust til einhvers sem hefur skilgreinandi áhrif á manninn og stöðu hans í umhverfi sínu og í heiminum og við þessa trú bindur fólk vonir sínar og væntingar og sér fram á einhvern tilgang.”

  Ef trú er skilgreind á þennan hátt þá er orðið erfitt að finna fólk sem má kalla trúlaust. Athyglisvert væri að vita hvort að Gunnar telji slíkt fólk hreinlega ekki vera til. Þegar ég hef rætt um trúmál finnst mér ágætt að grípa til skilgreiningar Biblíunnar á því hvað trú er:
  “Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. (Heb 11:1)” Samkvæmt þessari skilgreiningu á ég auðvelt með að segjast vera trúlaus því ég hafna allri fullvissu og sannfæringu um hluti sem erfitt er að festa hendi á.

  Sé skilgreining Gunnars notuð er erfitt að sjá hverjir gætu talist vera trúlausir, nema e.t.v. níhílistar.

  Gunnar segir um syndafallið:”Ég hafna í engu þeim boðskap og þeirri mannlegu trú og reynslu sem fólgin er í sköpunarfrásögunum og syndafallssögunni, eins og ég tíundaði í grein minni. Taktu líkingu af mannlegum einstakling. Hann fæðist, saklaus og flekklaus, skapaður af Guði og í mynd Guðs.”

  Ég skil ekki hvernig þetta tvennt fari heim og saman, að trúa á boðskap sagnanna um syndafallið og að segja að hver maður sé fæddur saklaus og flekklaus. Nú segir t.d. í Ágsborgarjátningunni sem á að heita höfuðjátning lútherskra manna að: “Eftir fall Adams fæðast allir menn, sem getnir eru á eðlilegan hátt, með synd, en það merkir án guðsótta, án guðstrausts og með girnd. Þessi upprunasjúkdómur eða spilling er raunveruleg synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skírn og heilagan anda.”

  Hefur nútíma guðfræði semsagt hafnað erfðasyndinni sem meðfæddum galla sem allt mannkynið burðast með?

  Að lokum vil ég svara þessu: “En ég veit ekki hvort það sé væntumþykja þín í minn garð sem gerir það að verkum að þú viljir losa mig undan fávísum órum mínum enda þótt ég vilji það ekki sjálfur og líði tiltölulega vel og er sáttur við sjálfan mig og mitt líf, sem ætti í engu að gera þér sjálfum illt til? Er það tilfellið? Eða er það eitthvað annað.”

  Ég hafði ekkert sérstakt markmið í huga þegar ég svaraði þessari grein. Einungis vildi ég koma minni skoðun á framfæri sem ég hélt að væri tilgangurinn með því að leyfa viðbrögð við greinum hér á trú.is. Ég er ósammála mörgu fleiru í þessari grein en það væri of langt mál að rekja það allt hér.

 12. Gunnar Jóhannesson skrifar:

  Nokkur atriði í fljótu bragði í ljósi frekari athugasemda sem hér hafa komið fram.

  Ég ætla ekki að skylmast við þig um rétt eða rangt heiti umræddrar ráðstefnu Óli Gneisti, frekar vil ég ræða á uppbygglegan hátt um það sem raunverulega er hér til umræðu. Eins og ég sagði þá er mér það sársaukalaust að gangast við miskilningi varðandi heiti ráðstefnunnar ef slíkt sannast á mig enda breytir það í engu umfjöllunarefninu né skrifum mínum að öðru leyti. Ég mun lesa svargrein þína af áhuga og hlakka til þess.

  Jónas Reynir virðist finna að því hvernig ég tala um trú og telur að því er mér virðist að með því geri ég „lítið úr sannfæringu trúleysingja fyrir því að þeir séu trúlausir“ og með því sé „sjálfsskilningur þeirra dreginn í efa“ og ég láti það „líta svo út að þeir sigli undir fölsku flaggi.“ Ég get skilið að Jónas Reynir og fleiri séu ekki sammála mér í þessum efnum en það ógildir ekki mál mitt. Það sýnir aðeins fram á mismunandi skoðanir og túlkanir. Ég ræði um trú eins og ég skynja trú og skil hana sem mannlegt fyrirbæri. Lýsing hebreabréfsins er algjörlega innan þess skilnings sem ég legg í trú. En geri ég mig sekan um að gera lítið úr sannfæringu trúleysingja og dragi ég sjálfskilning þeirra í efa og láti líta svo út að þeir sigli undir fölsku flaggi þá vil ég segja að Dawkins (og allir þeir sem honum eru sammála) gera nákvæmlega hið sama og rúmlega það gagnvart trúuðu fólki með yfirlýsingum um það; m.a. með því að segja það illa hugsandi og fávíst eins og Dawkins gerir, að það sé brjótumkennanlegt og hættulegt ekki aðeins sjálfu sér heldur og börnum sínum og umhverfi. Að sjálfsögðu getur maður kennt til vegna þess sem sagt er um mann, eða því sem maður tekur til sín. Orð Dawkins meiddu mig, það viðurkenni ég fúslega. En ég tel mig standa á öruggum grunni og orð Dawkins fengu mig alls ekki til þess að efast um sjálfan mig og trú mína. Ég geri mér fyllilega grein fyrir skoðun Dawkins en ég er einfaldlega ekki sammála þeim og fannst málflutningur hans fyllilega svaraverður enda fannst mér hann ganga of langt. En ég tek ekki af honum það sem hann sagði. Og hörundsárir geta ekki tekið af mér það sem ég sagði. Er ekki farsælast að sættast á ólík sjónarmið og hætta að agnúast hvort út í annað.

  Sæll aftur Lárus Viðar. Þú varst alls ekki dónalegur í innleggi þínu. Ég biðst afsökunar á því hafi ég ýjað að því. Kannski hljóp mér kapp í kinn í eigin innleggjum og kannski beindi ég einhverju til þín sem hefði átt að orðast almennt. En látum það kyrrt liggja. Ég met mikils þennan umræðuvettvang eins og þú. Ég skil að þú skulir gera athugasemdir við skilning minn á trúarhugtakinu. Hér fer skilningur okkar einfaldlega ekki saman. Ég vona samt að það gangi ekki nærri þér né að þú teljir að ég sé að gera lítið úr þér og sannfæringu þinni. Það er sannarlega ekki meiningin. Málið er einfaldlega það að trúarhugtakið er ekki einfalt að mínu mati heldur býr yfir öflugri dýnamík en svo að ein skilgreining eða túlkun nái að rúma það. Ég skal svara þér beint og segja að ég á sannarlega erfitt með að ímynda mér trúlaust fólk í þeirri merkingu sem ég legg í hugtakið. Ég tel að allir leggi traust sitt á eitthvað sem hefur áhrif á sjálfsskilning þeirra og sýn á lífið og tilveruna og ákvarði að mörgu leyti hugsanir þeirra og gjörðir. Ég tel ekki alla guðstrúar ef þú heldur það enda legg ég víðari skilning í trúarhugtakið en svo. Ég mundi t.d. aldrei segja kommúnista trúlausan þó hann kunni að vera guðleysingi (eins og þeir oft eru). En hvað með þetta sem þú segir Lárus, að geta ekki trúað einhverju nema sjá það eða getað sannað það, þ.e. það sem „erfitt er að festa hendi á.“ Hér kemur að gagni heimspekileg nálgun á trúarhugtakið sem gæti víkkað sjóndeildarhringinn og er einmitt það sem ég m.a. sakna hjá Dawkins. Er virkilega ekki hægt að trúa einhverju sem maður hefur ekki séð? Það er ótal margt sem ég hef ekki séð en get samt tæplega neitað að sé til. Ég hef ekki séð tíu milljónir í reiðufé með eigin augum en ég get fyllilega trúað því að tíu milljónir í reiðufé séu til. Nú er ég ekki að reyna að snúa út úr því sem þú segir Lárust heldur einfaldlega að benda á að það er ekki hægt að afgreiða trú sem slíka á jafn ódýran hátt og Dawkins gerir og draga einhverja svart-hvíta mynd. Heimspekileg nálgun á trúarhugtakið mundi leiða margt í ljós gera umræðu trúar og vísinda uppbyggilegri og ábótasamari. Að sjálfsögðu má skilgreina trú með margvíslegum hætti eins og gert hefur verið. Tala má um trú t.d. sem viljugt samþykki trúarlegrar reynslu. Sumir segja að trú sé að sínu leyti viss skuldbinding sem gerir líkindin þó ekki að fullvissu en er með vissum hætti viljaverk sem kemur fram sem ákveðin svörun er tekur okkur út úr samhengi hins fræðilega eða tilátukennda. William James, hinn mikli pragmatisti sagði eitt sinn að tilvist eða ekki tilvist Guðs, sem hvorug verður sönnuð með óyggjandi hætti, sé svo yfirþyrmandi mikilvæg að hver sá sem vill hefur rétt til þess að veðja öllu sínu á kenninguna um Guð; fólk sé í raun skuldbundið til þess að fylkja sér að baki þessa möguleika eða hins. Þá gera margir greinarmun á trú í skilningnum faith og belief. Sagt hefur verið að belief sé meira eða minna háð því sem er og má staðreyna og er óháð því sem við stefnum að og því sem sannfærir okkur. Faith nær á hinn bóginn út fyrir það sem er og það sem verður staðreynt. Allar vélar sem maðurinn finnur upp hafa t.d. orðið til, þ.e. þær eru. Trú (faith) getur með sambærilegum hætti leitt til þekkingar á því sem er án þess að trú (faith) hafi sjálf skapað það sem er (Guð?!?!!!); en ef ekki hefði komið til áræðni trúarinnar mundi þetta sem er vera eftir sem áður óþekkt: rétt eins og uppgötvun Kólumbusar á Ameríku. Svona geta sumir heimspekingar talað um trú! En allt má að sjálfsögðu gagnrýna og engin skilgreining er einhlít. Það er mikilvægt í umræðunni að við horfumst í augu við það. Önnur skilgreining á trú og ólík er frá Paul Tillich (og það er sú skilgreining sem mér þykir handhægust og innihaldsríkust). Tillich talar um að trú (faith) sé að láta sér eitthvað varða eða vera umhugað um eitthvað með ýtrustum hætti. Það sem við látum okkur varða með ýtrustum hætti er það sem ákvarðar veru (being) okkar eða ekki-veru okkar (non-being), þ.e. tilvist okkar eða ekki-tilvist. Hér er Tillich ekki að tala um efnislega tilvist okkar heldur tilvist okkar í þeim skilningi hver raunveruleiki, strúktúr, tilgangur og markmið tilvistar okkar er. Og fólk lætur sér í raun ýmislegt varða með ýtrustum hætti, t.d. þjóðerni sitt, persónulega velgengni, Guð, vísindin o.fl. Í huga Tillichs var það að láta sér eitthvað varða með ýtrustum hætti abstrakt þýðing á hinu mikla boðorði: „Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.“ Að sjálfsögðu er Tillich ekki hafin yfir gagnrýni frekar en aðrir enda hefur skilgreining hans verið gagnrýnd. Það gerir öllum gott, sem vilja ræða þessi, að leggja sig eftir sem víðtækustum skilningi á trúarhugtakinu. Og það er mikill hæfileiki og gjöf að kunna að setja sig í spor viðmælenda síns. Allt trúað fólk hefur gott af því sem og allt fólk sem kennir sig við trúleysi.

  Hvað varðar viðbrögð mín við athugasemdum þínum um skilning minn á syndafallssögunni þá hef ég þetta að segja, og mæli að sjálfsögðu ekki fyrir munn „nútíma guðfræði“. Ég tók líkingu af manneskju til þess að reyna að útskýra boðskap sköpunar- og syndafallssögunnar, sem fyrst og fremst er sá að frá upphafi er heimurinn og maðurinn góður eðli sínu samkvæmt enda allt á sviði hins skapaða runnið frá algóðum Guði sem er „kærleikur“. Hins vegar spillist hin góða sköpun vegna þess að maðurinn fetar rangan veg í krafti eigin vilja (er þetta ekki ferill hvers manns?) Eftir það verður ekkert samt aftur og allir eru seldur undir þær aðstæður (erfðasyndin). Við þurfum ekki að festa okkur í orðalagi Ágsborgarjátningarinnar þó hún sé vissulega ein játninga lútherskra kirkna, rétt eins og hin postullega trúarjátning, Níkeujátningin og Aþanasíusarjátningin. Það er í sjálfu sér ekki nauðsynlegt að kalla erfðasyndina sjúkdóm. Eins og ég sagði þá er hugtakið erfða-synd oft miskilið. Það hefur ekkert með erfðir að gera heldur það sem kristið fólk sér sem sammannlegar og sameiginlegar aðstæður allra. Páll postuli lýsti þeim með þessum orðum: Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég. Það er inn í þessar aðstæður sem Jesú vill ganga og það staðfesti hann með eigin dauða. Þetta er kannski lítilmótlegt svar í þínum huga. Ég gæti reynt að gera betur en hef því miður ekki tíma núna. Kannski tölum við seinna um þau mörgu atriði í grein minni sem þú segist ósammála mér um.

  Ég hleyp hér hratt yfir margt sem þyrfti að aðgæta betur og ræða ítarlegar, en ég vona að þú komist nærri því sem ég er að reyna að segja.

  Virðingarfyllst
  Gunnar Jóhannesson

 13. Þorvaldur Víðisson skrifar:

  Komdu sæll Lárus Viðar, og aðrir sem lesa!

  Þetta eru skemmtilegar vangaveltur hjá ykkur Gunnari um hugtakið trú. Þessi þörf að hafna ,,trúnni” á alveg rétt á sér og er mikilvægt að virða ólíkar skoðanir.

  Ég vil aðeins taka upp þráðinn sem Gunnar nefnir um hina víðu skilgreiningu Tillich á trú og eftirfarandi spurningar vakna hjá mér. Hvað er það sem hinn trúlausi hugsar í sínum ítrustu aðstæðum? Hvað bærist í brjósti hins trúlausa þegar hann lendir í lífsháska, þegar hann kveður sinn nánasta í dauðann, þegar skóinn kreppir í lífinu, hvaða hugsanir, tilfinningar, (vonir og þrár), á hann í hjarta sínu gagnvart illsku heimsins og forgengileika mannsins?

  Ég veit að það er án efa misjafnt eftir einstaklingum, og kannski eins mörg svör og mannfólkið er margt. En er eitthvað sem sameinar þá sem kalla sig trúlausa?

  Með kveðju frá eldgosaeyjunni,
  Þorvaldur

 14. Óli Gneisti skrifar:

  Hvað bærist í hjarta hins trúlausa? Hvað áttu við? Ertu að fara inn á þá leiðindabraut að í nauð þá leiti allir til guðs? Sú klisja er röng og illkvittin.

 15. Matthías Ásgeirsson skrifar:

  En er eitthvað sem sameinar þá sem kalla sig trúlausa?

  Skortur á trú á yfirnáttúruleg fyrirbæri er það sem sameinar trúlausa.

 16. Gunnar Jóhannesson skrifar:

  Aðeins varðandi síðustu athugasemd Óla Gneista, sem hafði farið framhjá mér. Hvernig svo sem við túlkum orð Dawkins um trúað fólk þá er með engum hætti hægt að segja að hann sé jákvæður í garð trúaðs fólks, þvert á móti er hann afar neikvæður. Það er hans skoðun og hann hefur rétt á henni; ekki geri ég lítið úr henni þó ég geri alvarlegar athugasemdir við það hvernig hann ber hana fram og með hvaða hætti hann rökfærir hana. Hvað átt þú við með “hækju” Óli Gneisti. Þegar á allt er litið gerir Dawkins afskaplega lítið úr trú og talar harkalega niður til trúaðs fólks; og hann segist sannarlega vorkenna því. Samhengi orða hans er neikvætt hvernig sem á það er litið. Þú þrábiður mig að skoða aftur málflutning Dawkins. Ég hef hlustað á viðtalið við hann alloft og eins hef ég kynnt mér töluvert af því sem um Dawkins er að finna á netinu. Enga bók á ég hins vegar eftir hann ennþá. En við getum svo sem litið á orð hans nákvæmlega! Í viðtalinu spurði Kristján spyrill Dawkins “Nietzche is quoted saying God is dead but people often turn that around and say Nietzche´s dead but God still lives, which is the fact isn´t?” Dawkins svaraði: “Of course Nietzche is dead. I think what Nietzche meant by God is dead is that people don´t need God anymore.” Kristján svarar þá: “But don´t they?” Dawkins segir þá: “I guess there are some people who think they do, and I’m sorry for them! I think we need to improve the quality of education so that people realize what a fantstically exciting world we live in; and you really don´t need an imaginary friend in the sky. The real world has it all.” Svo mörg voru þessi orð. Og þetta voru lokaorð Dawkins og lýsandi fyrir það sem hann lét sér um munn fara þar á undan.

  Hvað varðar samhengi þessara orða Dawkins: “Low-grade mentality” þá get ég ekki fallist á að Dawkins sé sem beinum hætti að tala um þá auglýsingamennsku sem að hans mati einkennir trúarbrögð í Bandaríkjunum. Hann talar vissulega um markaðshyggjuna og auglýsingamennskuna sem hann álítur að einkenni mjög trúarbrögð í Ameríku. En þegar hann talar um “low-grade mentality” þá er hann ekki að tala um auglýsingmennskuna sem slíka heldur fyrst og fremst er hann að lýsa því fólki sem er að hans mati er ginkeypt fyrir slíku og auðveld bráð markaðslögmálanna sem trúarbrögð beita fyrir sér. Enska orðið mentality merkir vitsmuni, greind, hugarfar, geðsmuni, og verður ekki notað um fyrirbæri eins og auglýsingamennsku, þó að innihald auglýsinga geti verið með öllu móti. Með þessu orði og lýsingarorðinu sem fylgir á undan því (”low-grade” sem merkir gæðalítið, lélegt) er Dawkins að leggja dóm á tiltekin hóp fólks, nefnilega trúað fólk.

  Dawkins var að velta vöngum yfir því hvers vegna trú sé jafn rótfest í sálarlífi Bandaríkjamanna og raun ber vitni. Hann segir orðrétt í viðtalinu: “. . . because there is a constitutional seperation between church and state religion has become free enterprise in America; the free market is operating in churches. Churches vie with each other . . . come to my church, no no come to my church and bring your money, bring your customs. So the same technique that is used to sell sopeflakes are used for selling this church rather than that church. And that makes religion sort of exciting to a certain kind of low-grade mentality (treggáfað fólk, sbr. t.d. þýðingu í umræddu viðtali).” Þetta er nákvæmlega samhengi orða Dawkins! Ég get ekki skilið hann öðruvísi en að hann sé að tala um trúað fólk almennt - þó hann sé ekki að tala með beinum hætti inn í íslenskar aðstæður - enda tel ég að fyrri og síðari yfirlýsingar hans um trúað fólk í þessu sama viðtali sýni fram á það, t.d. þegar hann talar um trú sem hugsanaleysi og skort á sjálfstæðri hugsun; þar er hann að lýsa trúuð fólki. Þegar horft er á málflutning Dawkins í heild og einstaka orð hans greind og samhengi þeirra þá vil ég meina að ég sé alls ekki að snúa út því sem hann segir.

  Virðingarfyllst og með góðum kveðjum
  Gunnar Jóhannesson

 17. Óli Gneisti skrifar:

  Einsog ég segi þá er hann í seinna skiptið að tala um “hækjuna” og í fyrra skiptið um auglýsingamennsku. Hann er ekki að tala um trúað fólk almennt heldur fólk sem er ginnkeypt fyrir auglýsingamennsku.

  Einn ruglingur hjá þér í þessu er “sjálfstæð hugsun”, hann er að tala um “gagnrýna hugsun” sem er töluvert öðruvísi fyrirbæri.

  En þetta kerfi hér er voðalegt til umræðna því kommentin mín koma alltaf seint og síðar meir, Árni Svanur er ekki nógu snöggur í yfirferðinni, hugsanlega ætti hann að sækja um vinnu hjá Mogganum.

 18. Þorvaldur Víðisson skrifar:

  Heilir og sælir Óli Gneisti og Matthías, og aðrir sem lesa!

  Ég sakna að heyra ekki frá Lárusi Viðari, en hann lætur kannski heyra í sér síðar.

  Óli Gneisti, ég velti þessu nú fyrir mér varðandi trúleysið, og það þegar skóinn kreppir í lífinu – kreppir skóinn kannski ekki í lífinu? Á sú spurning ekki rétt á sér? Ég vil ekki gefa mér svarið við henni, en ég vil fá að spyrja þeirrar spurningar samt. Þú segir Óli: ,, Hvað áttu við? Ertu að fara inn á þá leiðindabraut að í nauð þá leiti allir til guðs? Sú klisja er röng og illkvittin.”

  Það er ekki ég sem nefni Guð, það varst þú Óli. Ég hefði svo gjarnan vilja fá annað svar hjá þér, þú átt það sjálfsagt til, og mér þætti vænt um að heyra það frá þér í þessu samhengi.

  Matthías, þú segir: ,,Skortur á trú á yfirnáttúruleg fyrirbæri er það sem sameinar trúlausa.” Þetta fannst mér prýðilegt og þakka þér fyrir það ágæta svar. Það stingur mig samt eitthvað að það sé skortur sem sameinar hina trúlausu, eiga þeir ekki eitthvað annað en skort sem sameinar þá?

  Með góðri kveðju úr rigningarsuddanum,
  Þorvaldur

 19. Óli Gneisti skrifar:

  Það sem hugrakka menn skortir er ótti. Það að nota orðið skortur þarna er voðalega lélegt skot en auðvelt að benda á hve gagnslaust það er. Skortur á áhyggjum er góður, skortur á trú er góður.

  Spurningin sem þú kemur með er stundum illkvittin en stundum bara barnaleg. Sjálfur hef ég upplifað margt og mikið, til að mynda dauða og veikindi þeirra sem eru mér nánir en aldrei hefur guð komið mér í huga sem eitthvað sem gæti hjálpað mér.

  Ef maður er heppinn þá hefur maður góða vini og ættingja til að treysta á þegar eitthvað kemur upp á. Það er mun betra en að treysta á ósýnilega vini í skýjunum (svo maður vitni til Dawkins).

  Ég held síðan að ósýnilegi vinurinn hjálpi nú mest lítið en sumir nota hækjur sem þeir þurfa ekki.

 20. Matthías Ásgeirsson skrifar:

  Þetta fannst mér prýðilegt og þakka þér fyrir það ágæta svar. Það stingur mig samt eitthvað að það sé skortur sem sameinar hina trúlausu, eiga þeir ekki eitthvað annað en skort sem sameinar þá?

  Í raun ekki.

  En svo má snúa þessu við og segja að það sé stöðug notkun skynsemissjónarmiða sem sameinar trúlausa, en skortur á þessari algildu notkun skynsemissjónarmiða sem einkennir trúaða, en það væri útúrsnúningur.

  Hvað er að því að skortur á einhverju sameini einhverja?

  Það má þá orða þetta þannig að trúleysingjar séu mekinstar en ekki vítalistar.

 21. Þorvaldur Víðisson skrifar:

  Kæru félagar, Óli Gneisti og Matthías!

  Þakka ykkur tilskrifin og svörin.

  Svo ég mistúlki ekki þá segir þú orðrétt Óli: ,, Spurningin sem þú kemur með er stundum illkvittin en stundum bara barnaleg.”

  Mér sýnist þú vera að tala um spurninguna um hinar ítrustu aðstæður, þegar skóinn kreppir osfrv og hvað það er sem bærist í brjósti hins trúlausa í slíkum aðstæðum.

  Sú spurning finnst mér skynsöm því öll eigum við eftir að deyja er það ekki rétt? Það hefur ekkert með ímyndaðan vin að gera, eða að eitthvað leynist í skýjunum annað en regndropar.

  Ég hefði mikinn áhuga á því að heyra hvað það er sem bærist í brjósti þess sem skilgreinir sig sem trúlausan í slíkum aðstæðum. Er hægt að finna þeim tilfinningum orð á nótum rökvísi og skynsemi? Þessi áhugi minn sprettur miklu frekar af rótum þekkingarleitar en illkvittni eða barnaskapar, því mér finnst spurningin brennandi.

  Ég kíkti aðeins á síðuna sem þú bentir á, Matthías, og fannst þetta heiðarleg skrif.

  Sjálfur legg ég þá merkingu í orðið trú að trúin sé manninum hins vegar náttúruleg. Að tala um trúna sem yfirnáttúrulega í þeim skilningi sem gert er á síðunni sem þú bendir á, nær ekki að fullu yfir þetta snúna fyrirbæri, að mínu mati, þótt tilraunin sé góð.

  Svo ég tali persónulega þá finnst mér sú kristna trú sem ég á, vera skynsöm. Fyrir aðra er hún kannski heimska, en fyrir mig og lífið mitt, hvernig ég sjálfur tekst á við það þegar skóinn kreppir, þá er mín kristna trú skynsöm trú. Mín kristna trú tekur að einhverju leiti breytingum með auknum aldri, þroska og reynslu.

  Trúarþroski er fyrirbæri innan sálfræði, uppeldisfræða og guðfræði. Trúarþroskinn hefur verið rannsakaður af sálfræðingum og fleirum, til dæmis James W. Fowler. Hún er athyglisverð bókin hans ,,Stages of Faith. The Psychology og Human Development and the Quest for meaning.” Hún er frá árinu 1981.

  En eftir stendur spurningin sem ég ætla að reyna finna svar við, hvort hægt sé að orða það sem bærist í brjósti hins trúlausa þegar skóinn kreppir (ef svo má segja)!

  Sólin er nú farin að brjótast í gegnum skýin hér í Eyjum, þótt vindur blási nokkuð þétt! Hann er nú fallegur þessi náttúrunnar heimur sem við lifum í!

  Bestu kveðjur,
  Þorvaldur

 22. Sverrir skrifar:

  Ég náði rosa rökræðum um helgina við trúleysingja. Það eina sem þeir segja er “þú hefur engin rök fyrir því sem þú segir”. En svo maður vitni smá “Hbr 11:1 Now faith is the substance of things hoped for, the evidence of things not seen.”. Fyrst þið eruð trúlausir, afhverju getiði ekki trúað á boðskap krists? Frið á jörð? Fyrirgefning? Hætta að hata? Þessi jörð er svo bullandi í antikrist og hatri. Sjáið Bush, Saddam, alla þessa hryðjuverkamenn. Ef þeir færu eftir boðskað Krists, þá væri friður á jörð.

 23. Grétar Einarsson skrifar:

  Takk fyrir MJÖG áhugaverð skrif allir þið sem hér hafið lagt til efni. Mér þykir rétt að benda hér á að trúin á ekki bara við þegar skóinn kreppir að. Því trúin er ekki síður GLEÐI. Eftir tímabil mikils efa þar sem ég nánast missti trúna á Guð fékk ég hana aftur og hún gaf mér gleði, öryggi, frið og hamingju og svo ótal margt fleira! En trúin kom ekki skyndilega heldur smátt og smátt. Samt var ég ekki og hef aldrei verið í kringumstæðum sem svo oft eru taldar dæmigerðar fyrir einstaklinga sem “frelsast”. Þvert á móti. Kannski er það einmitt hræðsla að trúa ekki. Hræðsla við að hafa ekki eigin stjórn á lífinu. En hversu miklu af lífinu og óteljandi kringumstæðum þess og litbrigðum stjórnum við sem einstaklingar í raun í raunheimi trúleysis? Getur það ekki líka verið dæmi um hræðslu og þröngsýni að hafna því að einhver máttur utan okkar valdsviðs, komi að hinum ýmsu ákvörðunum, athöfnum og viðburðum hins daglega lífs okkar hvort sem það er gleði eða sorg eða allt þar á milli? Það er mín reynsla að það þarf ekki síður kjark og áræði til að játa trú. Ég stjórna mínu lífi með Guði en ekki án hans og ég vil aldrei og mun aldrei breita því.

 24. Lárus Viðar Lárusson skrifar:

  Mig langar að bæta við nokkrum athugasemdum. Fyrst orð Gunnars um trú.

  Það er ótal margt sem ég hef ekki séð en get samt tæplega neitað að sé til. Ég hef ekki séð tíu milljónir í reiðufé með eigin augum en ég get fyllilega trúað því að tíu milljónir í reiðufé séu til.

  Þú hlýtur að sjá að það er himinn og haf á milli þess að trúa því að til séu tíu milljónir í reiðufé og trúa á yfirnáttúrulegar verur. Hægt er sjá og þreifa á litlu magni á reiðufé og ímynda sér magnið aukast. Verur eins og trúarbrögðin boða okkur að séu til hef ég hins vegar aldrei rekist á og ég þarf því að grípa til blindrar trúar til að geta trúað á tilvist þeirra.

  Þar kemur að því sem greinir mig frá trúmönnum, ég vil ekki haga lífi mínu eftir því sem gæti verið heldur því sem ég veit að er. Um þá þætti mannlegrar tilveru sem erfitt er að festa hendi á eða útskýra vil ég frekar lifa í óvissu heldur en að grípa til útskýringa sem byggja á trúnni einni saman. Ég er sammála því að gera þarf greinarmun á trú í merkingunni faith eða belief, sjálfur segi ég að ég hafi enga faith en margar beliefs.

  Ég get tekið fyllilega undir orð William James þar sem mér finnst mikilvægt að fólk taki virka afstöðu í þessum málum því þau eru mikilvæg. Skilgreining Paul Tillich er hins vegar of víðtæk að mínu mati því hún nær líka yfir það sem ég kalla traust og sameinar þessi hugtök í eitt sem mér finnst miður. Það eru einfaldlega ekki allir trúaðir, því vil ég halda fram að minnsta kosti. Orð Tillich minna mig á tilvitnum frá George H. Smith úr bók hans Atheism: The Case against God:

  Whereas the Christian of yesterday had to expend a great deal of time and energy to win converts, the modern theologian has instituted a convenient time-saving device. By jggling a few terms here and there, the atheists of the world (whether they know it or not) are suddenly believers in a god.

  Varðandi erfðasyndina segir Gunnar:

  Ég tók líkingu af manneskju til þess að reyna að útskýra boðskap sköpunar- og syndafallssögunnar, sem fyrst og fremst er sá að frá upphafi er heimurinn og maðurinn góður eðli sínu samkvæmt enda allt á sviði hins skapaða runnið frá algóðum Guði sem er „kærleikur“. Hins vegar spillist hin góða sköpun vegna þess að maðurinn fetar rangan veg í krafti eigin vilja (er þetta ekki ferill hvers manns?) Eftir það verður ekkert samt aftur og allir eru seldur undir þær aðstæður (erfðasyndin).

  Ég hef áhuga á að vita hvernig þessi lífsýn samrýmist þeirri heimsmynd sem vísindin boða okkur. Hvenær gerðist það á þróunarferli mannsins að hann sneri frá “hinni góðu sköpun”? Er hægt að segja að náttúran (sköpunin) sé “góð” í eðli sínu?

  Síðan er það þessi lútherski mannskilningur sem ég er mótfallinn. Sagt er að maðurinn “feti rangan veg í krafti eigin vilja” þannig að það hljómar fyrir mér eins og maðurinn geti ekki gert gott nema fyrir náð guðs. Það finnst mér heldur nöturleg og neikvæð sýn á mannlífið.

  Sæll Þorvaldur, þú ert forvitinn að heyra um lífssýn trúleysingja og hvað þeir gera þegar þeir standa andspænis öllum þeim erfiðleikum sem fylgja tilverunni. Ég get ekki sagt þér hvað hver og einn gerir því það er afar persónubundið. Hins vegar veit ég hvað þeir gera ekki, þeir leggja ekki allt sitt í hendurnar á ósýnilegum goðum eða öflum og biðjast lausnar frá erfiðleikunum þannig. Ég reikna með að flestir leiti þeir aðstoðar og huggunar á sama hátt og annað fólk, hjá vinum og vandamönnum.

  Hvað dauðann varðar þá er hann eðlilegur hluti tilverunnar og í líffræðilegum skilningi þá er hann í raun fylgifiskur þess að vera fjölfrumungur. Við sem menn getum lifað áfram eftir andlátið í afkomendum okkar og með því að skilja eftir góða arfleið til komandi kynslóða.

 25. Óli Gneisti skrifar:

  Svar mitt við grein séra Gunnars kom í Mogganum í gær (fimmtudag, best að taka það fram ef þessi athugasemd fæst ekki samþykkt fyrren eftir einhverja daga). Örlítið lengri útgáfa af greininni (það fá ekki allir endalaust pláss hjá Mogganum) er hins vegar á Vantrú.

  Um ímyndaðan andstæðing séra Gunnars.

 26. Gunnar Jóhannesson skrifar:

  Sæll aftur Lárus Viðar; gaman að heyra í þér á ný.

  Ég hef engan tíma til skrifta núna enda í fríi og á hlaupum og hef ekki verið í netsamabandi í rúma viku. Það er gaman að umræðan lifir og vonandi gerir hún það áfram á málefnalegum grunni. Ég mun reyna að senda frá mér línur í næstu viku. En örstutt vegna orða Lárusar í síðasta innleggi hans. Hann segir:

  “Þú hlýtur að sjá að það er himinn og haf á milli þess að trúa því að til séu tíu milljónir í reiðufé og trúa á yfirnáttúrulegar verur.”

  Undir þetta tek ég fyllilega. Það er mikill munur þar á. En til að forða okkur frá því að lenda í sífelldum miskilningi þá vil ég taka það enn og aftur fram að ég geri greinarmun á “trú” sem slíkri, þ.e. fyrirbærinu trú og því að trúa og því sem það merkir, og svo mismunandi “innihaldi trúarinnar” ef svo má að orði komast, eða mismunandi birtingarmyndum “trúarinnar” og þess “að trúa” allt eftir því að hverju átrúnaðurinn beinist. Eins og öllum má ljóst vera af skrifum mínum um þessi mál þá finnst mér hugtakið “trúleysi” harla merkingarlaust. Fyrir mér snýst “trú” ekki eingöngu um það sem við vitum ekkert um, getum ekki séð eða sannreynt. Ég tel alla trúaða (þ.e. bera traust til einhvers sem hefur skilgreinandi áhrif á viðkomandi og afleiðingar fyrir líf hans, orð og breytni - sjá fyrri innlegg mín um skilgreiningu trúarhugtakins) enda þótt það sé mjög mismunandi í hverju sú trú felst, að hverju hún beinist og hvernig hún kemur fram í lífi hins trúaða. Það er einmitt það sem ég hef verið að reyna að draga fram í skrifum mínum, m.a. í þeim orðum mínum sem Lárus Viðar vitnar til að ofan.

  Með góðri kveðju
  Gunnar Jóhannesson

 27. Óli Gneisti skrifar:

  Mæli náttúrulega með því að þú lesir svargrein mína, hún útskýrir muninn á trú og trúleysi. Reyndar eru fjölmargar greinar á Vantrú sem gera það. Þú virðist eiga erfitt að gera greinarmun á trú á yfirnáttúruleg/verur og trú sem skoðun eða sannfæringu. Það ætti að vera öllum ljóst að trúleysi er hugtak sem er notað í samhengi við trú á þessi yfirnáttúrulegu fyrirbrigði. Þetta er ekki flókið og ég er viss um að þú munt skilja þetta ef þú reynir.

  Greinin Hvað er trúleysi? svarar þessu líka ágætlega.

  Ef við ætlum að víkka trúarhugtakið svona eins og þú, og reyndar fleiri prestar, virðast vilja þá hljótið þið fagna því ef menn vilja stofna trúfélög um fótbolta, stjórnmálaskoðanir eða hvaðeina. Hvað er það sem aðskilur trú sem trúfélög eru stofnuð frá þeim skoðunum sem eru bara stofnuð venjuleg félög um?

  Þessi leikur með trúarhugtakið er náttúrulega í hött, það er verið að reyna að flækja einfaldan hlut.

 28. Óli Gneisti skrifar:

  Meira um efnið: Lífssýn eða trú

 29. Gunnar Jóhannesson skrifar:

  Jæja, sælt veri fólkið

  Þá er ég kominn úr fríi og er svona rétt að dusta af mér rykið. Ég reyni að blanda mér betur í umræðuna á næstu dögum vonandi. Annars er ágætt fyrir menn að hlaða batteríin, margir eru eflaust í fríi þessa dagana.

  Mig langaði bara að benda á eitt atriði vegna þess sem Óli Gneisti segir um að stofna trúfélög um hitt og þetta. Fyrir það fyrsta gilda lög um stofnun trúféaga eins og Óli Gneisti veit væntanlega mæta vel. Minni t.d. á 3. grein annars kafla laga um trúfélög þar sem segir um almenn skilyrði trúfélagsskráningar: “Skilyrði fyrir skráningu trúfélags er að um sé að ræða félag sem leggur stund á átrúnað eða trú sem tengja má við þau trúarbrögð mannkyns sem eiga sér sögulegar eða menningarlegar rætur.” Þar fyrir utan finnst mér þetta dálítill útúrsnúningur hjá Óla Gneista á orðum mínum því ljóst má vera af umfjöllun minni um trú og trúarhugtakið að trú er ekki alltaf í mínum huga jafngildi trúarbragða. Trú getur falið í sér óhlutbundið kerfi hugmynda, gildismat, eða reynslu sem fólk þróar með sem félagsverur. Slíkt þarf ekki að fela í sér trúarbrögð enda þótt að um slíkt mótist hefðir og siðir og jafnvel stofnanir eins og t.d. FIFA og þessháttar fyrirbæri.

 30. Árni Svanur Daníelsson skrifar:

  Í þessu sambandi má benda á pistilinn Á grænum grundum eftir Svavar Alfreð Jónsson og umræðuna sem spannst um hann hér á vefnum, en þar var einmitt komið inn á ólíkar skilgreiningar á trúarbrögðum.

 31. Óli Gneisti skrifar:

  Eins og ég sagði í athugasemd sem fékk ekki náð fyrir augum ritstjórnarinnar þá finnst mér ómögulegt að standa í rökræðum hérna þegar maður þarf að bíða í marga daga eftir því að athugasemdir manns komist inn á meðan þeir sem eru í náðinni geta kommentað endalaust.

 32. Skúli skrifar:

  Gunnar fellur í sömu gildru og aðrir þjóðkirkjumenn sem hafa gagnrýnt Dawkins, hann hlustaði ekki á hann og er að gera honum upp skoðanir.

  Ég bíð enn eftir strámannatalinu þínu Óli vegna greinar minnar á sínum tíma!

 33. Óli Gneisti skrifar:

  Skúli, ég minnist hvergi á grein þína. Þar að auki hafa skrif þín þegar verið gagnrýnd í umræðum á Annál.

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 10744.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar