Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Karl Sigurbjörnsson

Símon frá Kyrene

Þegar þeir höfðu spottað hann, færðu þeir hann úr purpuraskikkjunni og í hans eigin klæði. Þá leiddu þeir hann út til að krossfesta hann. En maður nokkur átti leið þar hjá og var að koma utan úr sveit. Hann neyða þeir til að bera kross Jesú. Það var Símon frá Kýrene, faðir þeirra Alexanders og Rúfusar. Mark.15.20-21

Oft gerist það að maður er neyddur til að gera hluti sem maður hefði aldrei ímyndað sér ef maður hefði haft nokkurt val. Símon, þú hafðir ekkert val. Og aldrei hefði þér til hugar komið að hjálpa dauðadæmdum sakamanni að bera kross sinn til aftökustaðarins.

Hafðir þú ekki nóg með byrðar þínar, faðir þeirra Alexanders og Rúfusar?

Árla morguns hélst þú til borgarinnar og hafðir ótal verkum að sinna. Þú vildir nýta daginn vel. Allt í einu ertu kominn inn í miðjan manngrúann sem hafði flykkst að til að fylgjast með þessum sakamönnum á leið til Golgata. áður en þú veist af er þrifið í þig og krosstréð lagt á herðar þínar og þér ýtt af stað upp hála götuna á eftir skjögrandi bandingjanum, dauðamanninum örmagna. Spurðirðu ekki sjálfan þig: Hvers vegna ég? Hér er fullt af fólki sem vel hefði getað tekið við þessu hlutverki, axlað þessa byrði, hvers vegna ég?

En byrðin var þín. Við sumum spurningum fæst ekkert svar og stundum er eins gott að láta vera að spyrja.

Hann er þungur þessi kross, þungur og andstyggilegur. Bara að ég gæti kastað honum frá mér. En um það er ekki að ræða. Þegar krossinn er lagður manni á herðar verður maður að bera hann, hvort sem maður vill eða ekki. Og sú byrði setur sitt mark á mann. Þú verður ekki samur maður, Símon. Framvegis um alla framtíð markaður þessari byrði. Þótt sárin grói og marið um háls og herða þá sitja örin eftir í sál.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3337.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar