Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Elín Elísabet Jóhannsdóttir

Allt sem þér viljið að aðrir….

„Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ sagði Jesús eitt sinn við lærisveina sína. Stundum finnst okkur gott að snúa þessari setningu við og segja: „Það sem þér viljið ekki að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér ekki gjöra þeim.“ Þessi regla virðist nefnilega geta þýtt hvort tveggja.

Ef við skoðum fyrri staðhæfinguna, hvað er það þá sem við viljum að aðrir menn gjöri okkur? Við viljum að þeir komi fram við okkur af virðingu, skilningi og kærleika og séu fúsir að fyrirgefa okkur verði okkur eitthvað á.

Ef við snúum þessu við og hugsum hvað viljum við ekki að aðrir menn gjöri okkur, væri svarið líklega á þessa leið: Við viljum ekki að aðrir séu ónærgætnir við okkur. Við viljum ekki að aðrir segi eitthvað særandi og móðgandi við okkur. Við viljum ekki fá óréttmæta gagnrýni eða láta baktala okkur. Svona getum við haldið lengi áfram.

Þessari reglu ætti hver og einn að velta fyrir sér. Er ég að gera öðrum það sem ég mundi helst vilja að þeir gerðu mér? Og er ég kannski að gera öðrum það sem ég mundi alls ekki vilja að þeir gerðu mér?

Um höfundinnEin viðbrögð við “Allt sem þér viljið að aðrir….”

  1. Hildur Lilja skrifar:

    Mér finnst sú fullyrðing sem nefnd er í upphafi ekki standast. Orðið “ekki” breytir setningunni á mikinn hátt. Svo að ég gerist heimspekileg að þá er Konfúsíus með mjög svipaðan boðskap en hann segir “Leggðu ekki á aðra menn það sem þú vilt ekki að lagt sé á þig”. Konfúsíus gerði mikinn greinarmun á framkomu manna við annan eftir því hvaða böndum þeir tengdust, honum hefði líklega aldrei dottið það í hug að menn ættu að koma fram við aðra eins og þeir vildu að aðrir kæmu fram við þá sjálfa. “Ekki” er mjög sterkt orð og ber að varast að nota það á þann ógátlega hátt sem gert var hér að ofan. Um leið og þú setur orðið ekki inn í setninguna að þá snýst spakmælið upp í það að vera um góðmennsku og tillitsemi en þegar orðinu “ekki” er sleppt snýst það meira um það að vera ekki gráðugur, þ.e. ef þú vilt eitthvað að þá skaltu ekki vera hissa að fá það ekki ef þú ert ekki tilbúinn til að veita því öðrum.

    En þetta er auðvitað bara mín skoðun og skilningur. Mér finnst sem orðið “ekki” sé tekið of léttilega hér.

    Kv. Hilja

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 6859.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar