Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Elín Elísabet Jóhannsdóttir

Leggjumst í körfu Móse litla

Allir finna einhvern tímann á lífsleiðinni fyrir vonleysi. Kringumstæður geta virst svo vonlausar að ekki sjáist nokkur leið út úr þeim. Við biðjum til Guðs í neyð okkar um leiðsögn og hjálp en finnst við vera að tala út í tómið. Á þessum stundum kemur gjarnan setning Jesú á krossinum upp í huga okkar: Faðir, hví hefur þú yfirgefið mig?

En hann hefur ekki yfirgefið okkur. Við hrópum ekki út í tómið. Hann stendur hjá okkur og gengur í gegnum vonlausar aðstæðurnar með okkur. Hvernig ætli móður og systur Móse litla hafi liðið þegar yfirvöld landsins gáfu fyrirmæli um að öll sveinbörn skyldu deydd? Þær hljóta að hafa hrópað í angist og neyð til Guðs um björgun. Í örvæntingu sinni hafa þær fléttað körfu úr sefi til þess að fela barnið í og beðið og vonað að það yrði því til lífs.

Í allri þessari neyð leyndust fyrirætlanir Guðs. Bak við þetta allt saman var mun stærri áætlun. Litli Móses átti eftir að gegna þýðingarmiklu hlutverki í sögu þjóðar sinnar. Litla karfan sem hann var lagður í gæti verið tákn vonarinnar. Vonar um að allt fari vel.

Þegar við fyllumst vonleysi í lífinu og öllu öryggi er svipt undan fótum okkar getum við í huganum lagst í körfu Móse litla og látið okkur berast með straumnum þangað sem Guð leiðir okkur. Í fullu trausti að allt fari vel.

Um höfundinnEin viðbrögð við “Leggjumst í körfu Móse litla”

  1. Irma Sjöfn skrifar:

    Takk fyrir góðan pistill
    Sérstaklega í takt við fréttir síðustu daga af litlu manneskjunni sem fannst á lífi… í annarri heimsálfu….

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3485.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar