Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Anna M. Þ. Ólafsdóttir

Hlaupið upp til handa og fóta

Af hverju hleypur enginn upp til handa og fóta í fréttahasar daganna til að segja frá vatnsskorti í heiminum? Vatnsskortur er víða viðvarandi vandamál en enginn vill mynda það og miðla okkur heim í stofu. Ormapestir af óhreinu vatni eru jafn algengar í Afríku og kvef á norðurslóðum. En auðvitað er eitthvað svo algengt, ekki fréttnæmt, - jafnvel þótt fólk deyji úr því.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur tekið að sér að hlaupa upp til handa og fóta í desember og berjast fyrir vatni fyrir alla. Óhreint vatn dregur allan kraft úr fólki. Sá sem er sífellt veikur er ekki góður skaffari. Börnin líða fyrir það, samfélagið líður fyrir það og heimurinn líður fyrir það. Óhreint vatn viðheldur fátækt; léleg heilsa, lítil vinna, litlar tekjur, meiri fátækt. Fátækt hrekur fólk á vergang, ýtir undir upplausn og ofbeldi.

Þú færð það sem þú borgar fyrir

Vatnsöflun er framtíðarlausn. Þegar brunnur hefur verið grafinn endist hann í áratugi. Það er alltaf áviningur í svoleiðis verkefnum. Þannig er unnið á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar í Mósambík, Malaví og Úganda. Þangað fara peningarnir þínir í jólasöfnun Hjálparstarfsins. Fólkið sjálft hefur frumkvæði að samstarfinu, það leggur til alla vinnu, lærir um nauðsyn hreinlætis og smithættu, viðheldur síðar brunninum og nýtir sér reynsluna af verkefninu á öðrum sviðum líka.

Konurnar sem tóku þátt í ferlinu eru nú betur búnar undir það að láta til sín taka þegar nýjar ákvarðanir fyrir þorpið verða teknar. Við gætum jafnréttis og lýðræðis í verkefnum okkar. Fólkið finnur til ábyrgðar og veit með fræðslu hvað er í húfi, njóti brunnsins ekki lengur við. Þú færð mikið fyrir peninginn þegar þú greiðir jólagíróseðil Hjálparstarfs kirkjunnar.

Þú útvegar 20 manns hreint vatn til frambúðar, fyrir 2500 kall. Gleðileg jól!

Um höfundinn3 viðbrögð við “Hlaupið upp til handa og fóta”

 1. Bára Friðriksdóttir skrifar:

  Gott mál. Til hamingju Hjálparstarf kirkjunnar.

  kær kveðja, Bára

 2. Árni Svanur skrifar:

  Takk fyrir þennan fína pistil Anna, þetta er gríðarlega mikilvægt mál og það er gott að heyra að meira að segja litlar upphæðir geti komið að svona miklu gagni!

 3. Carlos Ferrer skrifar:

  Merkilegt hvað andvirði tveggja pízza getur gert. Takk fyrir pistilinn.

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 4101.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar