Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Axel Árnason Njarðvík

Huggun

Allra heilagara messa! Þetta er gamalt orð. Hugmyndin að baki er líka gömul. Upphaflega var þá sungin messa fyrir þá menn, karla og konur, sem áttu ekki sérstakan dag helgaðan sér í kirkjuárinu eins og dýrlingarnir einir áttu. Í dag helgar kirkjan þennan gamla messudag allra heilagra öllum þeim sem látnir eru í Kristi, minnist lífs þeirra og starfa og færir Guði þakkargjörð fyrir þá.

Þannig er það líka hjá okkur. Við förum í kirkjuna okkar, ásamt öðrum úr söfnuðinum, til að færa Guði þakkir og í fyrirbæn dagsins biðjum við fyrir vinum okkar og ástvinum sem eru horfnir á braut. Við hugsum til þess að þannig fer fyrir okkur öllum. Við rennum okkar skeið, en við skiljum eftir minningar sem lifa hjá þeim sem umgengust okkur. Á sama hátt eigum við minningar um látna ástvini. Það sem þau voru okkur.

Á þessum degi eru Sæluboðin lesin (Matt. 5.13-16) Sælir eru… segir Jesús og þannig ávarpar hann okkur - eins og undangengnar kynslóðir. Í þessum orðum hafa kristnir menn fundið huggun og sömuleiðis hvatningu til lífs.

Textinn kemur frá fornri tíð. En áhrifin, hver er þau í dag ? Hvernig hitta þessi orð á þig í lífshlaupinu?

Það þarf að gefa sér ráðrúm til að skynja og hlusta á það sem maður hugsar og lifir.
Ertu fátækur í anda? Ertu sorgbitinn? Ertu hógvær? Hungrar þig og þyrstir eftir réttlætinu? Ertu miskunnsamur? Ertu hjartahreinn? Ertu friðflytjandi? Ertu ofsóttur? Ertu smánaður og er logið á þig? Finna þessi orð sér samastað hjá þér og í þínu lífi?

Sæluboðin hafa borið með sér huggun og hvatningu- vegna þess að Jesús segir að í aðstæðum lífsins, þá ertu blessaður, sæll. Þú nýtur náðar Guðs, velvildar hans, í lífsins ólgusjó. Þannig mótar trúin sýn hins trúaða á veröldina, og sker úr um samband hans við samferðarmennina. Trúin mótar sýn til þess sem koma skal og vísar til þess að Jesús Kristur muni gera lífið heilt og vernda fyrir öllu því sem ógnar.

Það með taldir þeir dagar sem bíða okkar.

Um höfundinnEin viðbrögð við “Huggun”

  1. Árni Svanur skrifar:

    Takk fyrir þennan pistil Axel. Mig langar að vekja athygli á því í þessu sambandi að nokkrar prédikanir frá allra heilagra messu er að finna í Postillunni. Sumar þeirra kallast á við umfjöllunarefni pistilsins.

Allur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 4462.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar