Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Tómas Sveinsson

Heilræði um bænina

Bænin er til margra hluta nytsamleg. Hún er t.d. nauðsynleg til að komast nær Guði, reyna kærleika hans til okkar og vita hvernig við eigum að fóta okkur betur í heiminum. Það er mikil ögun fólgin í því að biðja daglega, finna sér tíma og jafnvel skapa sér aðstæður til þess.

RörÞetta líkist því að stunda líkamsrækt; venja sig á ákveðið mataræði eða halda garðinum hreinum af illgresi. Best er að biðja oftar en þá í stutta stund í senn. Hver stund sem notuð er til bænar er mikilvæg. Það breytir engu hvort við erum upplögð eða ekki.

Sumir nota tónlist, kertaljós, stein, fjöður eða blóm til að einbeita sér við bænina. Veldu þér tíma þegar þér best hentar, þegar þú getur komist í snertingu við þögnina eða verið einn með sjálfum þér.

Hvernig á maður að vera? Að krjúpa er hefðbundin staða iðrunar, en að standa er staða lofgjörðarinnar, aðalatriðið er þetta að maður velur það sem manni finnst þægilegast, að sitja, ganga eða standa, það skiptir ekki máli. Margar ritaðar bænir eru til og eru því sameign okkar allra og ýmsir nota. Sálmabók íslensku kirkjunnar er t.d. mögnuð bænabók, bæði sálmarnir sjálfir og svo bænabókin aftantil í sálmabókinni. Allnokkrar bænabækur hafa verið gefnar út og eru þær flestar til í Kirkjuhúsinu.

Ef okkur langar til að biðja með eigin orðum, þá getum við notað hendina, látið fingurna minna okkur á margt, sem við getum beðið fyrir.

Þumalfingurinn er sterkastur. Þökkum fyrir styrkleikana í líf okkar, heimilið, fjölskylduna, alla, sem standa með okkur og styðja okkur.

Vísifingur vísar leiðina. Biðjum fyrir þeim, sem liðsinna okkur og hjálpa, vinum, kennurum, læknum, hjúkrunarfólki, slökkviliðsmönnum, sjúkraflutningafólki o.s.fr.

Langatöng er lengst. Biðjum fyrir mikilvægu fólki í heiminum, leiðtogum og stjórnendum þjóða, þingmönnum og sveitarstjórnarmönnum, landsfeðrum okkar og ríkisstjórn.

Baugfingur er aumasti fingurinn á hendinni. Hann getur eiginlega ekkert gert upp á sitt eindæmi. Minnumst fátækra, þeirra sem veilir eru, hjálparvana, hungraðra, sjúkra, hrjáðra og sorgmæddra.

Litlifingur hann er minnstur og seinast nefndur af fingrum handarinnar. Biðjum fyrir sjálfum okkur.

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 2989.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar