Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Skyldar færslurLeita

Holger Nissner

Í sumri náðarinnar

Gakk um greiðar brautir bæja og borga,
þú sumarbjarti heilagi andi.

Strjúk milt yfir lúð og grá yfirborð,
laða fram bros hjá þeim þreyttu,
svo trúin vaxi og vonin dafni
þar sem dyrum er lokið upp fyrir öðrum.

Ljúk upp hliðunum þegar skuggar lengjast og sumri hallar,
þú haustmildi heilagi andi.

Já, syngdu um Guð
og gleddu þann sem einmana er
og þau sem angur slær,
svo mæddir brosi og blindir sjái
að lífið er ætíð þess vert að því sé lifað.

Blás nýju lífi yfir götur og torg,
þú vetrartæri sannleiks andi.

Þrýst þér gegnum valdsins gráu glerhallir
og tendra oss með mildri hendi Guðs
svo borgin geti ljómað á ný
og fagnað komu Hans.

Kom til okkar þegar við óttumst dóma annarra,
þú skapandi máttur vorsins.

Boða okkur að Jesús lifir
og gefur líf eins og hann hefur sagt!

Svo göngum við út í trú á Guð
og lifum óttalaus í sumri náðarinnar.

Lausl. þýð. Karl Sigurbjörnsson

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3175.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar