Trúin og lífið
Lífið og tilveran

Eftir sama höfund

Skyldar færslurLeita

Irma Sjöfn Óskarsdóttir

Mynd Guðs og markaðsöflin

Stúlkurnar hraða sér áfram í vindnæðingi fallegra birtuskilanna . Aðventutíminn nálgast í lífi þar sem árin silast áfram þó lifað sé á ógnarhraða. Í lífi stúlknanna, sem er að mótast ráða þær eða mamma og pabbi eða kannski vinir ? Nei, ætli það, trúlega heita þau markaðsöfl öflin sem flestu ráða. Markaðsöfl sem selja og einhver kaupir. Við getum talið upp endalaust; mat, föt á skrokkinn, útlit, innlit, lyf, vopn, eiturlyf, Einhver þarf að framleiða til að eiga í sig og á, og vitanlega helst til meira. Einhver þarf að kaupa til að lifa af og áfram veltur boltinn. Þetta er ekki hagfræði himnaríkisins sem Guð vildi að við gætum átt hér á jörðu og söluvaran misjafnlega nauðsynleg til að eignast sanna lífshamingju.

Markaðsöflin móta útlit

Við erum sífellt í vandræðum með útlitið þó að Guð hafi skapaði okkur í mynd sinni og sagt það vera harla gott. Styrkur okkar til að takast á við lífið felst í því að Guð yfirgefur ekki sköpun sína og Guðsmyndin er tilviljanakenndu útliti fremri. Fegurðarskynið er tilfinning hvers og eins til að gleðja og næra hugann en ekki afl til að stýra mótun hugans og meðvitund. Stúlkurnar sem nefndar voru hér áðan eru samnefnari kynslóðann sem eiga að erfa landið. Aðstæður þeirra geta verið allskonar jafnt erfiðar sem hagstæðar en er sjálfsmynd þeirra allra er mótuð af markaðsöflum sem selja útlit sem í raunveruleikanum er ekki til. Munum líka eftir að mannfólkið er eins og stjörnur þar sem skin hverrar og einnar bæta við fegurð á himinhvolfsins. Hið raunverulega litróf mannkynsins er undursamlegt þangað til fjölmiðaefni tekur að móta ímyndina og takmarka litrófið. Þangað til markaðssett er útlit sem allir vilja öðlast en fáir eignast.

Hinn fullkomni kroppur

Þú horfir í hið óendanlega á kroppa sem eiga að teljast fullkomnir. Við upphafi lífs er heilbrigður barnskroppurinn fullkominn. Við erum ánægð með börnin okkar en einhvers staðar á lífsleiðinni þá breytist allt. Á unglingsárum er lítið eftir að jákvæðri líkamsmeðvitund litlu unganna og í staðinn kominn takmarkalaus gagnrýni. Við sem ölum þau upp erum sífellt að jagast yfir okkar eigin skafönkum og sáum litlum fræjum þar í þeirra meðvitund. Síðan er horft á og líkamarnir speglaðir í blöðum og skjám í mynd sem þér tekst aldrei að ná á þinn búk því takmarkið er óraunverulegt. Okkur hrýs hugur við ofbeldinu en fegurð kroppanna er augnayndi og um leið lúmskur boðskapur fyrir móttækilegar sálir. Jafn lúmskur fyrir okkur hin sem eldri erum. Í heimi sem er Guðs góða sköpun þrátt fyrir allt stöndum við oft magnvana gegn þessum öflum. Fyrir framan spegilinn á sér oft stað uppgjöf sem markar svo djúpar línur í sálina að sjálfseyðingin í formi sveltis eða endalauss eltingaleiks við lýti sem þó eru engin lýti laumast að.

Á móti straumnum

Eins og við manneskjurnar stefnum í dag þá er ljóst að hvort sem við fæðumst með silfurskeið í munninum eða eigum hvorki til hnífs né skeiðar, heilbrigð eða vanheil. Allt þitt líf verður trúlega metið af markaðsöflum. Færðu lyf, færðu í þig að éta, færðu stuðning ? Síðan fer það eftir því hvar á jarðarkúlunni þú ert hversu miklu þessi öfl fá ráðið. Eigum við engan mótleik í þessari stöðu ? Jú, Guð sem skapar á kraft til að knýja lífið þitt í átt til góðra verka. Við eigum að reyna að gera veröldina betri, virkja markaðsöfl í þágu góðra málefna og baða spegla ungdómsins og skjái í ljósi Guðs. Kennum þeim að sjá sig sjálf á jákvæðan hátt sem sköpun Guðs.

Eitt í viðbót

Stelpurnar halda áfram á göngu sinni. Það er bara eitt enn sem mig langar að koma á framfæri við ykkur: “Það sem aldrei verður metið til sannvirðis á mörkuðum nútímans ert þú í mynd Guðs. Þegar tískan hverfur, heilsan bilar, kroppurinn missir stjórn og hugurinn daprast. Þegar líf þitt verður óbærilegt af völdum samferðamanna þinna, þá ertu í mynd Guðs og sú mynd nær yfir persónu þína og hæfileika. Það er gjöf lífsins til þín að vera í mynd Guðs og enginn tekur hana frá þér.”

Nánar …

Ego - Á bak við ímyndina

Um höfundinnAllur réttur áskilinn © 2000-2006 Þjóðkirkjan. Flettingar 3382.


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar