Trúin og lífið
Pistlar


Undirsíður

Skoðunarkönnun

Engin skoðunarkönnun í gangi núna.

Mikið lesnir pistlar undanfarnar vikur

Pistlar á trú.is eru birtir undir fullu nafni höfunda og eru á ábyrgð þeirra.Leita í pistlum

Yfirlit

Það lifir enginn á deyjandi jörðu – sköpunin er ekki til sölu

Stanslaus leit eftir og vöxtur auðs má ekki vera okkar endanlega markmið í þessu lífi, heldur trúum við því að markmið Guðs sé að stuðla að velferð jarðarinnar, svo að hún megi lifa sem lengst.
Sköpunin er ekki til sölu. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á alla staði jarðar, á mismunandi hátt. En við trúum því að lausnir á vanda loftslagsmála séu bæði að finna á heimsvísu og svæðisbundið.

Þuríður Björg Árnadóttir Wiium · 6. júní 2017

Hvítasunnufjall

Þegar vorið og árrisult sumarið renna saman í eitt, eins og núna á Íslandi, magnast allt líf, gróður og mannlíf upp í mikla öldu athafnasemi og eftirvæntingar. Og það er eins og allt sem anda dregur, horfi fram á daginn nóttlausan og nú skuli hver stund nýtt, áður er sumarið líður hjá og „allt er búið“. Hvort sem er vinnudagur eða frídagur, þá er viðkvæðið: best að drífa sig. Þetta er oft kallað íslenski stíllinn.

Birgir Ásgeirsson · 6. júní 2017

Konan í lífi Lúthers

Fljótt kom í ljós hversu myndarleg húsmóðir og bústýra Katharina var og naut hún virðingu allra. Hjónin settust að í húsi því í Wittenberg sem nú er nefnt “Hús Lúthers”. Þar fæddust þeim sex börn. Katharina hét nú Katharina Luther, en hann kallaði hana “herra Kötu”.

Solveig Lára Guðmundsdóttir · 2. júní 2017

Namibía og við

Við lærum hvað við erum að gera í norðri sem hefur áhrif á þau sem búa í suðri og öfugt og sá lærdómur er gríðarlega mikilvægur. Við lærum hvað kirkjur annarstaðar í heiminum eru að gera sem virkar vel og lærum af mistökum annarra. Hugmyndir fæðast og sjóndeildarhringurinn víkkar.

Þuríður Björg Árnadóttir Wiium · 31. maí 2017

Samþykktir um flóttafólk og hælisleitendur

Heimsþingið tjáir sorg sína yfir því að ríkisstjórnir í heiminum byggi múra í stað þess að sýna gestrisni

Solveig Lára Guðmundsdóttir · 31. maí 2017

Samþykktir Lúterska Heimssambandsins varðandi prestsvígslu kvenna

Því köllum við eftir jafnrétti og fullri þátttöku kvenna í öllum meðlimakirkjum Heimssambandsins

Solveig Lára Guðmundsdóttir · 31. maí 2017

Manneskjur eru ekki til sölu

Kirkjan verður að leggja sitt af mörkum til þess að gera heiminn betri. Hún verður að vinna að því að allir njóti mannlegrar virðingar og hún verður að stunda kærleiksþjónustu. Allt kristið fólk er kallað til að taka þátt í sköpun Guðs, boða réttlæti, frið og gleði.

Solveig Lára Guðmundsdóttir · 31. maí 2017

Boðskapur Kvennaþings Lúterska Heimssambandsins.

Boðskapur Kvennaþingsins var samþykktur af Heimsþinginu á fyrsta degi þingsins

Solveig Lára Guðmundsdóttir · 22. maí 2017

Safnaðarferð og messa í Reading

Þetta var góð og fróðleg ferð og mikilvægt að fara á nýjar slóðir og kynnast kirkjustarfi í öðrum löndum.

Sjöfn Jóhannesdóttir · 22. maí 2017

Kirkjan okkar – kirkja komandi kynslóða Svalbarðskirkja í 60 ár

Sérstaklega hefur mér þótt dýrmætt af öllu dýrmætu að verða vitni að jólahelgileiknum í Svalbarðskirkju í gegnum árin, sagan af Jesúbarninu flutt á hverju einasta ári af skólabörnum í u.þ.b. fjóra áratugi

Bolli Pétur Bollason · 16. maí 2017


Pistlar
Postilla
Almanak
Spurningar