Ég veit, Drottinn, að örlög mannsins eru ekki á hans valdi né það á færi manns að stýra skrefum sínum. En allir vegir þínir eru elska og trúfesti. því vil ég fela þér vegu mína og treysta þér. þú munt vel fyrir sjá. Sála mín heldur sér fast við þig og hönd þín styður mig. gjör mig fúsan að fylgja þér. Kenn mér að gjöra vilja þinn, því að þú ert minn Guð. þinn góði andi leiði mig. Amen.
Drottinn, kenn mér að leggja stundir mínar í þínar hendur. Martin Modeus