Annar þessara tveggja, sem heyrðu orð Jóhannesar og fóru á eftir Jesú, var Andrés, bróðir Símonar Péturs. Hann finnur fyrst bróður sinn, Símon, og segir við hann: "Við höfum fundið Messías!" en Messías þýðir Kristur, Hinn smurði. Hann fór með hann til Jesú. Jesús horfði á hann og sagði: "Þú ert Símon Jóhannesson, þú skalt heita Kefas," en Kefas, Pétur, þýðir klettur.
Þá segir Natanael: "Rabbí, þú ert sonur Guðs, þú ert konungur Ísraels."
Jesús spyr hann: "Trúir þú af því að ég sagði við þig: Ég sá þig undir fíkjutrénu? Þú munt sjá það sem þessu er meira." Og hann segir við hann: "Sannlega, sannlega segi ég yður: Þér munuð sjá himininn opinn og engla Guðs stíga upp og stíga niður yfir Mannssoninn."
Drottinn minn og Guð minn. þú veist hvað bíður mín á þessum degi. Allt það fel ég þér í trausti til náðar þinnar og handleiðslu. Gef mér þann styrk sem ég þarfnast til að mæta því sem að höndum ber og vinna störf mín af alúð og gleði. Upplýs mig, að ég sjái þig í þeim sem á vegi mínum verða í dag, og geti orðið þeim lífsmark frá þér. Og Drottinn, þótt ég í önnum dagsins gleymi þér, gleymdu þá ekki mér. Vernda og blessa hvert fótmál mitt, andartak og æðaslag. Fyrir Jesú Krist, Drottin minn og frelsara. Amen.
Ég grundvöll á, sem get ég treyst,
því Guð minn lagt hann hefur
af elsku' og náð, sem ei fær breyst
og óverðskuldað gefur.
Að boði hans ég borinn var
að bjartri laug og skírður þar
af orði hans og anda.
(Bjarni Eyjólfsson)
„Allir sem leiðast af anda Guðs eru Guðs börn.“ (Róm 8.14)
Í almanakinu er ein síða fyrir hvern dag ársins. Hér finnur þú lestra dagsins, sálmvers og bænir auk fróðleiks. Þú getur skráð þig á póstlista til að fá texta dagsins senda á hverjum morgni. Staðfesting um skráningu er send í tölvupósti.